Persónuverndaryfirlýsing

Í þessari trúnaðaryfirlýsingu er útskýrt hvernig við söfnum, notum og verndum allar upplýsingar um þig. Hún upplýsir þig einnig um hvernig þú getur haft samband ef þú vilt spyrja einhvers í tengslum við hana, og við erum alltaf tilbúin að svara slíkum spurningum. Ef þú vilt vita hvað við gerum við fótspor og svipaða tækni skaltu skoða fótsporsyfirlýsingu okkar.

Við kunnum að breyta þessari yfirlýsingu öðru hvoru og því skaltu kíkja aftur hingað til að athuga með uppfærslur.

Við bjóðum upp á úrval þjónustu sem tengist bílaleigu á netinu, þar á meðal vörur og þjónustu, svo sem tryggingar, gegnum eigin vefsvæði, farsímaforrit, tölvupóst og textaskilaboð („miðlar“). Við gerum það einnig í gegnum vefsvæði samstarfsaðila okkar, samfélagsmiðla og aðra miðla. Þessi yfirlýsing gildir um allar persónuupplýsingar sem við söfnum á meðan við sinnum þessu, eða þegar þú hefur samband við okkur gegnum tölvupóst, beinar spjallrásir, síma eða með pósti.

Samstarfsaðilar okkar geta einnig skoðað trúnaðar- og fótsporsyfirlýsingu okkar fyrir samstarfsaðila til að öðlast skilning á því hvernig við vinnum með persónuupplýsingar í samhengi viðskiptasambands okkar.

Persónuupplýsingar sem þú veitir okkur

Við getum ekki hjálpað þér að bóka eða biðja um tilboð án ákveðinna upplýsinga. Þegar þú gerir annað af þessu biðjum við þig um þær upplýsingar sem við þurfum til að við getum útvegað þér það sem þú biður um. Þetta er nokkuð staðlað efni og getur til dæmis verið nafn þitt, aldur, fæðingardagur og -staður og samskiptaupplýsingar (netfang, heimilisfang og símanúmer). Þetta geta líka verið upplýsingar um vegabréfið þitt, kennivottorð og ökuskírteini – sem og vildarklúbbsnúmer og greiðsluupplýsingar.

Þar að auki söfnum við upplýsingum úr tölvunni þinni þegar þú notar einhvern af miðlum okkar, jafnvel þótt þú bókir ekki. Þetta getur meðal annars verið IP-talan þín, hvaða vafra þú notar og tungumálastillingarnar þínar. Við tilteknar aðstæður fáum við einnig upplýsingar um þig frá þriðja aðila, eða söfnum öðrum upplýsingum sjálfkrafa. Þetta er grunnyfirlit yfir þær upplýsingar sem við söfnum. Viltu vita meira?

Persónuupplýsingar sem þú veitir okkur

Við geymum og notum upplýsingarnar sem þú veitir okkur. Þegar þú bókar þurfum við að minnsta kosti nafn þitt, netfang og greiðsluupplýsingar. Við gætum líka beðið um heimilisfang, símanúmer og fæðingardag auk nafna annarra bílstjóra, ef einhverjir eru.

Ef þú hefur samband við okkur (til dæmis í síma, með tölvupósti eða í gegnum samfélagsmiðla) söfnum við líka upplýsingum frá þér á þessum stöðum.

Eftir að þú hefur bókað gætum við beðið þig um að skrifa umsögn til að hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar og til að tryggja að framtíðarviðskiptavinir okkar fái nákvæmlega það sem þeir vilja.

Þú gætir líka veitt okkur upplýsingar með öðrum leiðum. Ef þú ert til dæmis að nota farsíma eða spjaldtölvu geturðu deilt staðsetningu þinni með okkur til að við getum veitt þér sem besta þjónustu. Til að auðvelda málin geturðu líka opnað notandareikning, sem gerir þér kleift að skoða og hafa umsjón með bókununum þínum, auk þess að vista persónulegar stillingar og upplýsingar um vegabréf og ökuskírteini. Þetta auðveldar þér einnig að bóka aftur seinna.

Persónuupplýsingar sem þú veitir okkur um aðra

Þú gætir bætt einhverjum við sem öðrum bílstjóra, eða þú gætir bókað fyrir hönd einhvers annars, til dæmis vinar, fjölskyldumeðlims eða samstarfsmanns. Ef þú gerir það skaltu ganga úr skugga um að viðkomandi viti að þú ert að veita okkur upplýsingar um hann/hana og hafi samþykkt meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum hans/hennar (eins og lýst er í þessari yfirlýsingu). Þetta er á þína ábyrgð.

Persónuupplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa

Þegar þú bókar skráum við hvaða miðil þú notar til þess og hvernig þú komst þangað (til dæmis hvort þú komst af öðru vefsvæði).

Jafnvel þótt þú bókir á endanum ekki kunnum við samt sem áður að safna tilteknum upplýsingum sjálfkrafa þegar þú heimsækir miðlana okkar. Þetta getur meðal annars verið IP-talan þín, hvaða síður þú heimsóttir, hvaða vafra þú notar og upplýsingar um smelli. Einnig gætu þetta verið upplýsingar um stýrikerfi tölvunnar þinnar, útgáfu forrits, tungumálastillingar, stillingar tækis og einkenni, svo og gögn sem auðkenna tækið þitt.

Ef þú ert að nota farsíma eða spjaldtölvu kunnum við einnig að safna staðsetningarupplýsingum. Við kunnum einnig að greina og vinna úr grunngögnum sem tengjast uppsettum forritum í tækinu (t.d. heiti, lýsingu og flokki).

Persónuupplýsingar sem við fáum frá öðrum fyrirtækjum

Við munum einnig mögulega safna upplýsingum um þig af samfélagsmiðlum, frá samstarfsaðilum okkar, dótturfélögum Rentalcars.com-samstæðunnar, samstarfsaðilum Booking Holdings Inc-samstæðunnar (nánari upplýsingar hér) og öðrum utanaðkomandi aðilum. Til dæmis:

 • Við störfum með tengdum samstarfsaðilum til að bjóða upp á þjónustu okkar gegnum aðra miðla. Þegar þú bókar gegnum einhvern þessara miðla kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum með þeim, og þeir kunna að deila persónuupplýsingum þínum með okkur.
 • Fyrirtækin sem bjóða upp á þjónustuna sem þú hefur bókað gegnum miðlana okkar gætu þurft að senda okkur upplýsingar um þig – til dæmis ef bókunin þín leiðir til vátryggingarkröfu eða ágreinings vegna þjónustu við viðskiptavini.
 • Samstarfsaðilar okkar geta einnig sent okkur upplýsingar um þig sem gætu hjálpað okkur að sýna þér viðeigandi auglýsingar.

Við getum sameinað einhverjar af þessum upplýsingum þeim upplýsingum sem þú veitir okkur beint.

Sjá nánari upplýsingar í „Hvers vegna söfnum við og notum persónuupplýsingar?“

Hvers vegna söfnum við og notum persónuupplýsingar?

Við biðjum um persónuupplýsingar til að við getum bókað bílinn þinn (og annað sem þú þarft að bóka) og tryggt að þú fáir framúrskarandi þjónustu. Við notum þær einnig til að hafa samband við þig og til að segja þér frá nýjustu tilboðunum okkar. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að við söfnum persónuupplýsingunum þínum, en það eru líka aðrar ástæður. Viltu vita meira?

Hvers vegna söfnum við og notum persónuupplýsingar?

Við kunnum að nota persónuupplýsingarnar þínar á eftirfarandi hátt:

 1. Bókanir: Fyrst og fremst notum við persónuupplýsingarnar þínar til að framkvæma og hafa umsjón með bókuninni þinni og til að framsenda nauðsynlegar upplýsingar til fyrirtækisins sem útvegar bílinn þinn (eða aðra vöru eða þjónustu, t.d. tryggingar). Undir þetta geta fallið samskipti sem við þurfum að senda þér varðandi bókun þína, svo sem staðfestingar, breytingar og áminningar.
 2. Þjónustuver: Við bjóðum upp á aðgang að alþjóðlegu þjónustuveri allan sólarhringinn á fleiri en 40 tungumálum. Starfsfólk í alþjóðlegu þjónustuveri okkar þarf að fá upplýsingar um þig, til dæmis til að geta hjálpað þér að bóka eða til að svara hvers kyns fyrirspurnum frá þér áður en þú bókar, á meðan bókunin er í gildi og eftir á.
 3. Umsagnir viðskiptavina: Við notum samskiptaupplýsingarnar þínar hugsanlega til að senda þér stuttan spurningalista um bókunina þína. Þetta hjálpar okkur að skilja og bæta þjónustuna okkar og þjónustuna sem samstarfsaðilar okkar veita.
 4. Stofnun reiknings: Til að létta þér lífið geturðu stofnað notandareikning í miðlum okkar. Til þess þarftu að veita okkur persónuupplýsingar og með því geturðu gert ýmsa gagnlega hluti. Þú getur stjórnað bókununum þínum eða öðrum kaupum, nýtt þér tilboð og stjórnað persónulegum stillingum og kjörstillingum. Þetta auðveldar þér einnig að bóka aftur seinna.
 5. Markaðsstarf: Við notum persónuupplýsingarnar þínar einnig í markaðssetningu, og það getur falið í sér:
  • Að hafa samband við þig með pósti, gegnum síma, tölvupóst eða smáskilaboð (eftir því hvaða samskiptaupplýsingar þú lætur okkur í té) með nýjustu fréttir, sértilboð, afslætti og uppfærslur, þar með taldar upplýsingar um vörur okkar og þjónustu (og/eða fyrirtækja í samstæðunni okkar eða tengdra samstarfsaðila okkar). Þú getur sagt upp áskrift að þessu markaðsefni fljótt, auðveldlega og hvenær sem er – smelltu bara á tengilinn „segja upp áskrift“ í hvaða tölvupóstskeyti sem er eða farðu í gáttina Beiðni um persónugögn.
  • Að hafa samband við þig gegnum síma, tölvupóst eða smáskilaboð með upplýsingar um tryggingavörur sem voru ekki innifaldar í bókuninni.
  • Að birta þér viðeigandi tilboð í miðlum okkar eða á vefsvæðum þriðju aðila, meðal annars á samfélagsmiðlum.
  • Að bjóða þér að taka þátt í kynningarstarfi (til dæmis áætlunum um að vísa á nýja viðskiptavini eða samkeppnum).
 6. Samskipti við þig: Komið getur fyrir að við höfum samband við þig á öðrum tímum gegnum síma, tölvupóst eða smáskilaboð. Fjöldi ástæðna kann að liggja að baki slíku, þ.m.t.:
  • Að bregðast við og meðhöndla hvers kyns beiðnir frá þér.
  • Að senda þér áminningu um bókun sem þú hefur ekki lokið við, til að athuga hvort þú þurfir einhverja hjálp við það. Við lítum á þetta sem gagnlega aukaþjónustu því að hún gerir þér kleift að ljúka bókun þinni án þess að þurfa að finna bílinn aftur eða fylla út allar bókunarupplýsingarnar frá grunni.
  • Að senda þér spurningalista eða bjóða þér að skrifa umsögn um reynslu þína.
  • Að senda þér annað efni sem tengist bókuninni þinni, til dæmis um það hvernig þú getur haft samband við okkur (eða annað fyrirtæki) ef þú þarft aðstoð á meðan bókunin er í gildi.
  • Að senda þér samantekt á fyrri bókunum þínum.
  • Að senda þér önnur skilaboð er varða stjórnun, meðal annars öryggisviðvaranir, jafnvel þótt þú sért ekki með bókun í vændum.
 7. Markaðsrannsóknir: Við gætum beðið þig um að taka þátt í markaðsrannsóknum. Allar frekari persónuupplýsingar sem þú veitir okkur í tengslum við slíkar rannsóknir verða aðeins notaðar með leyfi þínu.
 8. Uppljóstrun og forvarnir gegn svikum: Til að veita örugga og áreiðanlega þjónustu notum við persónuupplýsingarnar þínar til að greina og koma í veg fyrir svik og aðra ólöglega eða óæskilega starfsemi. Að sama skapi kunnum við að nota persónuupplýsingar fyrir áhættumat og í öryggisskyni, sem getur falið í sér að staðfesta notendur og bókanir. Þetta getur stundum þýtt að við þurfum að setja tilteknar bókanir í bið.
 9. Endurbætur á þjónustu okkar: Við greinum persónuupplýsingar til að hjálpa okkur að auka notagildi og gæði þjónustu okkar á netinu og bæta alla notendaupplifun. Við vinnum stöðugt að því að gera miðla okkar auðveldari og ánægjulegri í notkun fyrir þig.
 10. Umsagnir viðskiptavina: Eftir bókun þína gætum við boðið þér að skrifa umsögn um þjónustuna sem við eða samstarfsaðili okkar veitti. Umsögnin þín auðveldar síðari viðskiptavinum að taka rétta ákvörðun og hjálpar samstarfsaðilum okkar að bæta þjónustu sína. Með því að senda inn umsögn samþykkir þú að hana megi birta, eins og lýst er í skilmálum okkar. Þú getur skrifað umsögn undir nafnleynd eða skrifað eingöngu undir með eiginnafni þínu og landi.
 11. Eftirlit með símtölum: Við tökum símtöl hugsanlega upp og/eða leyfum öðru starfsfólki að fylgjast með þeim, til að auðvelda okkur að þjálfa samstarfsmenn okkar og tryggja að við veitum ævinlega gæðaþjónustu. Við eyðum upptökum sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma, nema við höfum lögmæta ástæðu til að gera það ekki (til dæmis ef við teljum þær innihalda vísbendingar um svik).
 12. Lagalegur tilgangur: Að lokum þurfum við í ákveðnum tilvikum hugsanlega að nota persónuupplýsingarnar þínar til að meðhöndla og leysa úr lagalegum deilumálum, vegna rannsókna er varða reglugerðir og löggjöf, vegna ástæðna er varða reglufylgni eða til að tryggja að við beitum skilmálum okkar á réttan hátt.

Þér er í sjálfsvald sett hvort þú afhendir okkur persónuupplýsingar. Þó kann að vera, eftir því hvaða þjónustu þú vilt nota, að við getum aðeins veitt þér þjónustu ef við söfnum tilteknum persónuupplýsingum. Til dæmis getum við ekki afgreitt bókun þína ef við skráum ekki nafn þitt og samskiptaupplýsingar.

Ef við vinnum persónuupplýsingar með sjálfvirkum hætti þannig að það hafi réttaráhrif eða veruleg áhrif á þig gerum við viðeigandi ráðstafanir til að vernda réttindi þín og frelsi, þar á meðal rétt þinn til mannlegrar íhlutunar.

Til að vinna úr persónuupplýsingum þínum á þennan hátt reiðum við okkur á eftirfarandi lagagrundvöll:

 • Framkvæmd samnings: Við þurfum að nota persónuupplýsingarnar þínar til að uppfylla hvers kyns samning sem þú hefur gert við okkur. Þegar þú bókar bíl þurfum við til dæmis að flytja bókunarupplýsingarnar þínar yfir til bílaleigufyrirtækisins til að tryggja að bíllinn bíði þín.
 • Lögmætir hagsmunir: Við notum upplýsingarnar þínar hugsanlega vegna „lögmætra hagsmuna“ okkar (hugtak sem gildir um hvaðeina sem við teljum vera mikilvægan þátt til að við getum rekið starfsemi okkar á skilvirkan hátt – um leið og við virðum réttindi þín og fylgjum lögum og reglu). Til dæmis til að útvega þér sem mest viðeigandi efni í miðlum okkar, þar með talið í tölvupóstskeytum og fréttabréfum frá okkur; til að bæta og kynna vörur okkar og þjónustu; og í þágu stjórnunar.
 • Samþykki: Við kunnum að reiða okkur á samþykki þitt til að nota persónuupplýsingarnar þínar við sérstakar aðstæður, til dæmis vegna beinnar markaðssetningar. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er gegnum gáttina „Beiðni um persónugögn“ eða með því að senda tölvupóst á [email protected] og skrifa „Persónuvernd“ í efnislínuna.
 • Hvaða þriðju aðilum deilum við persónuupplýsingunum þínum með – og hvers vegna?

  Það eru ýmsir samstarfsaðilar sem taka þátt í þjónustunni sem við veitum og við tilteknar aðstæður kunnum við að deila persónuupplýsingunum þínum með þeim. Í flestum tilvikum sendum við einfaldlega bókunarupplýsingarnar þínar áfram til samstarfsaðilanna sem aðstoða okkur við að veita þjónustuna sem þú óskar eftir. Við deilum upplýsingunum þínum einnig með öðrum utanaðkomandi aðilum, sem geta meðal annars verið greiðslumiðlanir, samstarfsaðilar á sviði auglýsinga, dótturfélög Rentalcars.com-samstæðunnar og samstarfsaðilar Booking Holdings Inc-samstæðunnar og – í sumum tilvikum – stjórnvöld. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að við myndum deila persónuupplýsingunum þínum. Viltu vita meira?

  Hvaða þriðju aðilum deilum við persónuupplýsingunum þínum með – og hvers vegna?

  • Fyrirtækið/fyrirtækin sem veita bílaleiguþjónustu og/eða tengdar vörur og þjónustu: Til að ganga frá bókuninni þinni þurfum við að senda viðeigandi upplýsingar til fyrirtækisins/fyrirtækjanna sem útvega bílinn og/eða aðrar tengdar vörur (meðal annars tryggingar) sem þú hefur óskað eftir. Þessar upplýsingar geta meðal annars verið nafnið þitt, aldursbil, samskiptaupplýsingar (netfang, heimilisfang og símanúmer), fæðingardagur og -staður, upplýsingar um vegabréf, upplýsingar um ökuskírteini og hvers kyns óskir sem þú tókst fram við bókun. Ef upp kemur ágreiningur varðandi bókunina þína eða tryggingavernd, eða einhver önnur mál sem varða þjónustu við viðskiptavini, gætum við þurft að útvega bílaleigunni einhverjar upplýsingar um bókunarferlið auk upplýsinga um sjálfan ágreininginn. Þetta getur til dæmis verið afrit af bókunarstaðfestingunni þinni, til að sanna að þú hafir í raun og veru bókað, auk hvers kyns annarra upplýsinga sem tengjast kvörtun þinni. Hafðu í huga að allar upplýsingar sem þú veitir fyrirtækinu/fyrirtækjunum sem útvega þér bílinn og/eða tengdar vörur beint verða geymdar og notaðar í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu og skilmála þeirra.
  • Samstarfsaðilar okkar: Við störfum með samstarfsaðilum um allan heim. Sumir samstarfsaðilar okkar bjóða eða auglýsa þjónustu okkar, auk þess að aðstoða aðra samstarfsaðila við að bjóða og auglýsa eigin ferðatengda þjónustu (meðal annars tryggingar). Þessir samstarfsaðilar geta einnig verið fyrirtækjasamstæðan Booking Holdings Inc., en undir hana heyrir Rentalcars.com og systurfyrirtæki okkar (Agoda.com, Booking.com, priceline.com, KAYAK og OpenTable). Þetta getur þýtt að þjónusta þeirra sé samþætt miðlum okkar. Þegar þú bókar gegnum miðla einhvers samstarfsaðila okkar senda þeir okkur einhverjar þeirra persónuupplýsinga sem þú hefur veitt þeim. Að sama skapi kunnum við að senda samstarfsaðilum okkar einhverjar þeirra persónuupplýsinga sem tengjast bókuninni þinni. Þetta gæti til dæmis verið til að auðvelda þeim að greina rekstur sinn, eða til að auðvelda þeim að reka vildarklúbba sína. Einnig gætu þeir sent þér efni á borð við sértilboð, en því aðeins að þú hafir veitt samþykki fyrir því. Ef samstarfsaðili veitir þjónustu við viðskiptavini sendum við honum þær upplýsingar um bókunina þína sem hann þarf á að halda til að geta veitt þér þá þjónustu sem þú þarft. Í tilvikum sem þessum fellur meðhöndlun persónuupplýsinganna þinna undir persónuverndaryfirlýsingar viðkomandi samstarfsaðila. Þegar þú bókar á vefsvæði samstarfsaðila skaltu gefa þér tíma til að lesa persónuverndaryfirlýsingu hans til að sjá hvernig hann meðhöndlar persónuupplýsingar þínar. Þegar þú kaupir vöru eða þjónustu sem einhver af samstarfsaðilum okkar býður sendum við honum þær persónuupplýsingar sem hann þarf til að útvega vöruna eða þjónustuna. Að lokum skiptumst við hugsanlega einnig á upplýsingum um notendur okkar við samstarfsaðila til að greina eða koma í veg fyrir svik, en aðeins ef það er beinlínis nauðsynlegt.
  • Booking Holdings, Inc.-samstæðan: Lestu hér um það hvernig við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með Booking Holdings, Inc.-samstæðunni.
  • Lögbær yfirvöld: Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með stjórnvöldum eða rannsóknaryfirvöldum ef okkur ber skylda til þess lögum samkvæmt (eða reglugerðir krefjast þess lögum samkvæmt). Þetta eru meðal annars dómsúrskurðir, vitnastefnur og úrskurðir sem hljótast af málssókn eða rannsókn sakamáls. Við kunnum einnig að gefa upp persónuupplýsingar þínar ef það er nauðsynlegt til að hindra, uppljóstra eða saksækja vegna svika og annarra refsiverðra brota. Við gætum jafnframt þurft að gefa lögbærum yfirvöldum upp persónuupplýsingar til að verja réttindi okkar eða eignir, eða réttindi eða eignir samstarfsaðila okkar.
  • Utanaðkomandi þjónustuaðilar: Við kunnum að nota utanaðkomandi þjónustuaðila til að meðhöndla persónuupplýsingar þínar fyrir okkar hönd og aðstoða okkur við að veita þjónustu okkar. Til dæmis gætum við notað þá til að hafa samband við þig eða til að senda bókunarupplýsingar fyrir okkar hönd til fyrirtækisins sem veitir þjónustuna eða til að stýra hlutum vefsvæðisins okkar, þjónustuvera eða markaðssetningar. Við kunnum einnig að nýta utanaðkomandi þjónustuaðila í markaðsrannsóknatilgangi og í þeim tilgangi að hafa eftirlit með eða koma í veg fyrir svik, þ.á.m. skimunarþjónustu til að koma í veg fyrir svik. Þessir utanaðkomandi aðilar eru bundnir af trúnaðarákvæðum og hafa ekki leyfi til að nota persónuupplýsingarnar þínar í öðrum tilgangi.
  • Samstarfsaðilar á sviði auglýsinga: Við kunnum að deila netfanginu þínu og öðrum persónuupplýsingum með þriðju aðilum sem starfa með okkur á sviði auglýsinga, til að geta tryggt að þú sjáir viðeigandi auglýsingar þegar við kynnum þjónustu okkar gegnum þriðju aðila sem starfa með okkur. Við störfum einnig með auglýsingasamtökum þriðju aðila til að markaðssetja þjónustu gegnum aðra miðla, og með þriðja aðila birgjum sem aðstoða okkur við að greina eigin gögn okkar. Allir þessir þriðju aðilar verða bundnir trúnaðarsamningum og fá ekki leyfi til að nota persónuupplýsingarnar þínar í neinum öðrum tilgangi. Til að fá nánari upplýsingar um sérsniðnar auglýsingar og valkosti þína skaltu lesa „Hvernig og hvers vegna notum við þessa tækni?“ og „Þitt er valið: samþykkt og hafnað“ í yfirlýsingu okkar um kökur.
  • Greiðslumiðlanir og aðrar fjármálastofnanir: Við störfum einnig með greiðslumiðlunum þriðju aðila til að gera ráðstafanir um greiðslur eða greiðslutryggingar. Ef þú (eða handhafi bankakortsins sem notað er við bókunina) óskar eftir endurgreiðslu gætum við þurft að deila tilteknum bókunarupplýsingum með greiðslumiðluninni og viðkomandi fjármálastofnun. Þetta getur meðal annars verið afrit af bókunarstaðfestingunni þinni eða IP-talan sem notuð var við bókunina. Við deilum upplýsingum einnig hugsanlega með viðkomandi fjármálastofnunum ef við teljum það nauðsynlegt til að greina og koma í veg fyrir svik.

  Sending persónuupplýsinga í samræmi við þessa persónuverndaryfirlýsingu kann að fela í sér flutning persónuupplýsinga til landa þar sem gagnaverndarlög eru ekki eins víðtæk og í Bretlandi og löndum Evrópusambandsins. Þegar þess er krafist samkvæmt breskum lögum flytjum við eingöngu persónuupplýsingar til viðtakenda sem veita fullnægjandi gagnavernd. Við slíkar aðstæður tryggjum við eftir þörfum, með samningsbundnu fyrirkomulagi, að persónuupplýsingar njóti samskonar verndar og samkvæmt breskum og evrópskum stöðlum. Þú getur fengið afrit af þessum samningum með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að neðan.

  Hvernig er persónuupplýsingum þínum deilt innan Booking Holdings Inc.-samstæðunnar?

  Rentalcars.com er hluti Booking Holdings Inc.-samstæðunnar. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.bookingholdings.com/

  Við kunnum að fá persónuupplýsingar um þig frá öðrum fyrirtækjum Booking Holdings Inc.-samstæðunnar eða deila persónuupplýsingum þínum með þeim í eftirfarandi tilgangi:

  1. Til að veita þjónustu (þ.á.m. til að bóka og hafa umsjón með bókunum eða sjá um greiðslur);
  2. Til að þjónustuver okkar geti veitt þér þjónustu sína;
  3. Til að hafa eftirlit með, koma í veg fyrir og rannsaka sviksamlega og aðra ólögmæta starfsemi og öryggisbrot;
  4. Í greiningartilgangi og til að bæta vörur okkar;
  5. Til að senda þér sérsniðin tilboð eða markaðsefni með þínu samþykki eða eins og viðeigandi lög leyfa;
  6. Til að tryggja eftirfylgni við viðeigandi lög.

  Í tilgangi A til E reiðum við okkur á lögmæta hagsmuni okkar við deilingu og móttöku persónuupplýsinga nema annað sé tekið fram. Við vinnum til dæmis náið með Booking.com til að veita viðskiptavinum okkur gisti- og afþreyingarþjónustu og öll fyrirtæki innan Booking Holdings Inc.-fyrirtækjasamsteypunnar kunna að þurfa að skiptast á persónuupplýsingum viðskiptavina til að tryggja að allir notendur séu verndaðir fyrir sviksamlegri starfsemi á vettvöngum hennar.

  Í tilgangi F reiðum við okkur, þar sem við á, á það að uppfylla lagalegar skyldur (svo sem lögmætar löggæslubeiðnir).

  Hvernig notum við farsíma eða spjaldtölvur?

  Við bjóðum gjaldfrjáls forrit fyrir fjölbreytt úrval farsíma og spjaldtölva, sem og útgáfur af venjulega vefsvæðinu okkar sem hafa verið fínstilltar fyrir skoðun í farsímum og spjaldtölvum. Þau safna og vinna úr persónuupplýsingunum þínum á svipaðan hátt og aðrir miðlar okkar gera og gera þér einnig kleift að finna bílaleigubíla í nágrenninu út frá núverandi staðsetningu þinni. Viltu vita meira?

  Hvernig notum við farsíma eða spjaldtölvur?

  Ef þú samþykkir það getum við sent „upplýsingaboð“ beint í farsímann eða spjaldtölvuna þína til að þú missir ekki af mikilvægum upplýsingum um bókunina þína. Ef þú veitir okkur jafnframt aðgang að staðsetningu tækisins eða samskiptaupplýsingum getum við útvegað frekari þjónustu ef þú biður um hana. Farsíminn þinn eða spjaldtölvan fær leiðbeiningar um hvernig upplýsingaboð eru samþykkt og hvernig á að veita okkur aðgang að gögnum af þessu tagi.

  Til að veita þér betri þjónustu og viðeigandi kynningarefni kunnum við að nota nokkuð sem kallast „rakning milli tækja“ (e. cross-device tracking). Þetta þýðir bara að við skoðum hvernig þú notar miðlana okkar í fleiri en einu tæki: Til dæmis gætum við sameinað gögn úr farsímanum þínum og heimilistölvunni. Við gætum hugsanlega notað kökur fyrir þetta (sjá nánar um kökur og svipaða tækni í yfirlýsingu okkar um kökur).

  Til að tryggja að þú finnir tilboð sem eru líklegri til að vekja áhuga þinn í fréttabréfinu okkar skoðum við að hverju þú leitar og hvaða þjónustu þú bókar í fleiri en einu tæki eftir að þú hefur skráð þig inn á notandareikninginn þinn. Ef þú vilt ekki að við gerum það geturðu einfaldlega skráð þig út áður en þú ferð að skoða netið, eða sagt upp áskriftinni að fréttabréfinu okkar.

  Rakning á milli tækja getur einnig þýtt að þegar þú notar eitt tæki gætirðu séð sérsniðnar auglýsingar frá mörgum mismunandi fyrirtækjum, út frá því sem þú hefur aðhafst í tengdum tækjum. NAI (Network Advertising Initiative) ætti að koma í veg fyrir að þetta gerist ef þú hafnar þátttöku í hegðunarauglýsingaáætlun NAI (þú finnur tengilinn sem þú þarft í yfirlýsingu okkar um kökur, undir „Þitt er valið: samþykkt og hafnað“). Athugaðu: Það nægir ekki að skrá þig út af notandareikningnum þínum til að koma í veg fyrir að þetta gerist.

  Hvaða verklagsreglum um öryggi og varðveislu beitum við til að vernda persónuupplýsingarnar þínar?

  Viðskiptakerfi okkar og verklagsreglur tryggja að við gerum allar eðlilegar ráðstafanir til að verja persónuupplýsingarnar þínar og vernda þær gegn hvers kyns misnotkun eða óheimilum aðgangi, í samræmi við bresk og evrópsk gagnaverndarlög. Við erum einnig með sértækar öryggisaðferðir og takmarkanir (bæði tæknilegar og efnislegar) sem takmarka aðgang að, og notkun á, hvers kyns persónuupplýsingum sem við búum yfir. Aðeins starfsmenn með aðgangsheimild geta nálgast persónuupplýsingar – og þeir hafa aðeins heimild til þess ef fyrir því eru sérstakar, viðurkenndar ástæður.

  Við geymum persónuupplýsingar þínar svo lengi sem við teljum það nauðsynlegt til þess að gera þér kleift að nota þjónustu okkar, veita þér þjónustu okkar (m.a. viðhalda notandareikningi þínum (hafi slíkur reikningur verið stofnaður)), fylgja gildandi lögum, leysa úr deilumálum við aðila og annast annan nauðsynlegan rekstur, meðal annars að greina og koma í veg fyrir svik og annað ólöglegt athæfi. Allar persónuupplýsingar sem við varðveitum falla undir þessa persónuverndarstefnu.

  Hvernig meðhöndlum við persónuupplýsingar barna?

  Við veitum ekki börnum yngri en 18 ára þjónustu og við áskiljum okkur rétt til að eyða hvers kyns upplýsingum sem við kunnum að fá frá barni undir þessum aldri. Við kunnum að fá upplýsingar um börn við ákveðnar kringumstæður, til dæmis í tengslum við vátryggingarkröfu eða ágreining vegna þjónustu við viðskiptavini. Ef það gerist söfnum við slíkum upplýsingum og notum þær eingöngu með samþykki foreldris eða forráðamanns barnsins.

  Hvernig geturðu stjórnað persónuupplýsingunum sem þú hefur veitt okkur?

  Þú hefur rétt á, með fyrirvara um einhverjar lagalegar undantekningar, að fá aðgang að, leiðrétta eða eyða hvers kyns persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig og að andmæla því að unnið sé úr persónuupplýsingum þínum. Þú getur notað aðgangsgáttina fyrir skráða einstaklinga til að framfylgja þessum réttindum. Ef þú gerir það biðjum við um frekari upplýsingar til að staðfesta hver þú ert, til að tryggja öryggi upplýsinga þinna, og við munum fara með beiðni þína í samræmi við gildandi bresk gagnaverndarlög. Þú getur uppfært eða eytt notandareikningnum þínum hvenær sem er með því að skrá þig inn á vefsvæðið okkar.

  Þegar þú bókar eða óskar eftir tilboði spyrjum við hvort þú samþykkir að fá markaðspóst frá okkur. Þú getur afþakkað hvenær sem er með því að smella á „segja upp áskrift“ í einhverjum þessara markaðspósta, eða með því að uppfæra kjörstillingarnar þínar fyrir tölvupóst á notandareikningnum þínum.

  Hver er ábyrgur fyrir vinnslu persónuupplýsinga í miðlum okkar?

  Booking.com Transport Limited (sem stundar viðskipti undir heitinu Rentalcars.com) stjórnar vinnslu persónuupplýsinga í miðlum þess. Booking.com Transport Limited er félag með takmarkaðri ábyrgð í einkaeign, með réttarstöðu lögaðila samkvæmt lögum í Bretlandi, og er með skrifstofur á 35 Fountain Street, Manchester, M2 2AN. Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugunarefni eða kvartanir um starfshætti okkar eða þessa persónuverndaryfirlýsingu getur þú sent tölvupóst á netfangið [email protected], með „Privacy“ í efnislínunni, og við höfum samband við þig svo fljótt sem auðið er. Þú getur einnig haft samband við gagnaverndaryfirvöld á þínum stað. Þegar kemur að persónuvernd erum við alltaf fús til að spjalla.

  PersónuverndaryfirlýsingTravelJigsaw Insurance Limited