Skilmálar og skilyrði
Þjónustuskilmálar viðskiptavina fyrir Rentalcars.com
Tvö önnur skjöl mynda hluta af samningi okkar við þig, auk skilmálanna á þessari síðu:
- Hvernig við störfum-síðan okkar hjálpar þér að nota vettvang okkar og skilja umsagnir okkar, röðun, meðmæli, hvernig við öflum peninga og fleira.
- Efnisstaðlar og -leiðbeiningart okkar hjálpa okkur að halda öllu uppfærðu og viðeigandi á vettvanginum okkar fyrir alþjóðlega notendur okkar, án þess að takmarka tjáningarfrelsi. Þeir segja frá því hvernig við stjórnum efni og bregðumst við óviðeigandi efni.
Með því að samþykkja skilmála okkar samþykkir þú allt í skjölunum þremur. Ekki nota vettvang okkar ef þú samþykkir ekki þessa skilmála.
Allar þessar upplýsingar eru mikilvægar vegna þess að þær (ásamt tölvupóstinum með bókunarstaðfestingu og upplýsingum sem veittar eru áður en samningur er gerður, áður en þú bókar) lýsa lagalegu skilmálunum sem gilda þegar þjónustuaðilar bjóða upp á ferðaupplifanir í gegnum vettvang okkar.
Ef eitthvað fer úrskeiðis með ferðaupplifun þína útskýrir hluti A13 í þessum skilmálum hvað þú getur gert í málinu. Þú getur meðal annars sent okkur kvörtun, farið til dómstóla og (í sumum tilfellum) notað netþjónustu fyrir lausn ágreinings.
Ef þú vilt áfrýja úrskurði eða tilkynna efni á vettvangi okkar útskýra efnisstaðlar okkar og -leiðbeiningar hvernig á að gera það og hvernig við meðhöndlum þessar beiðnir.
Þessi samantekt er ekki hluti af skilmálum okkar eða lagalegt skjal. Hún er eingöngu einföld útskýring á skilmálum okkar. Við hvetjum þig til að lesa öll skjölin í heild sinni. Sum orðin sem þú sérð í þessari samantekt hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Rentalcars.com-orðabókina“ í lok þessara skilmála.
A. Almennir skilmálar
- Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Rentalcars.com-orðabókina“ í lok þessara skilmála.
- Þegar þú lýkur við bókunina þína samþykkirðu þessa skilmála og hvers kyns skilmála sem koma fram við bókunarferlið.
- Ef lögbært yfirvald kemst að þeirri niðurstöðu að sumir þessara skilmála séu ólögmætir halda hinir skilmálarnir áfram að gilda.
- Skilmálarnir liggja svona fyrir:
- Hluti A: Almennir skilmálar – um vettvang okkar.
- Hluti B: Skilmálar bílaleigubíla – um leiguna þína.
- Ef það er eitthvað ósamræmi milli A og B gilda skilmálar bílaleigubíla.
- Enska útgáfan af þessum skilmálum er sú upprunalega. Ef ágreiningur verður um skilmálana eða misræmi á milli skilmála á ensku og á öðru tungumál skulu skilmálarnir, eins og þeir birtast á ensku, vera í gildi, nema staðbundin lög krefjist annars. (Þú getur skipt um tungumál efst á síðunni.)
- Booking.com Transport Limited veitir og ber ábyrgð á vettvanginum en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá A4.4 hér fyrir neðan).
- Við störfum með fyrirtækjum sem veita staðbundna stuðningsþjónustu (t.d. aðstoð þjónustuvers eða umsjón með svæði). Þau munu ekki:
- stýra eða sjá um vettvanginn
- vera með eigin vettvang
- vera í laga- eða samningssambandi við þig
- veita ferðaupplifun
- koma fram fyrir okkar hönd eða ganga inn í samninga eða taka við lagalegum skjölum í okkar nafni
- starfa sem „vinnslu- eða þjónustufulltrúar“.
- Við fáum upplýsingar frá þjónustuaðilum og getum ekki tryggt að allt á honum sé rétt – en þegar við setjum fram vettvang okkar gætum við eðlilegrar skynsemi og störfum af faglegri kostgæfni. Ekki er hægt að gera okkur ábyrg fyrir villum, truflunum eða upplýsingum sem vantar nema vegna vanrækslu af okkar hálfu. Við munum auðvitað gera okkar besta til að leiðrétta þær um leið og við fáum að vita af þeim.
- Við erum alltaf að vinna að því að bæta upplifun viðskiptavina okkar með Rentalcars.com. Í þeim tilgangi sýnum við fólki stundum ólíka hönnun, orðfæri, vörur o.s.frv. til að sjá hvernig það bregst við. Þar af leiðandi er mögulegt að þú finnir ekki sumar þjónustur eða útlit þegar þú heimsækir vettvang okkar.
- Vettvangur okkar er ekki ráðlegging um eða stuðningur við þjónustuaðila eða vörur hans, þjónustu, aðstöðu, ökutæki o.s.frv.
- Við erum ekki aðili að skilmálunum á milli þín og þjónustuaðila. Þjónustuaðilinn er einn ábyrgur fyrir ferðaupplifuninni.
- Við sýnum þér hvað stendur þér til boða, á (því sem við teljum að sé) rétta tungumálinu fyrir þig. Þú getur skipt í annað tungumál hvenær sem þig lystir.
- Þú þarft að vera a.m.k. 18 ára til að nota vettvanginn nema annað sé tekið fram.
- Þú skalt:
- fylgja gildum okkar
- fylgja gildandi lögum
- hjálpa til við hvers kyns kannanir sem við þurfum að framkvæma um varnir gegn svikum eða peningaþvætti
- ekki nota vettvanginn til að valda ama eða falsa bókanir
- nota ferðaupplifunina og/eða vettvanginn til þess sem þau eru ætluð
- ekki valda óþægindum eða skemmdum og ekki hegða þér ósæmilega gagnvart starfsfólki þjónustuaðilans (eða nokkrum öðrum yfir höfuð).
- Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri ásamt hvers kyns gjöldum og sköttum sem kunna að eiga við.
- Sum verðin kunna að hafa verið námunduð í næstu heilu tölu. Verðið sem þú greiðir byggist á upprunalega „ónámundaða“ verðinu (þótt raunverulegur munur verði örlítill í öllu falli).
- Augljósar villur og augljósar prentvillur eru ekki bindandi. Dæmi: Ef þú bókar premium-bíl sem var fyrir mistök boðinn fyrir 1 evru getur bókunin þín verið afbókuð og við endurgreiðum það sem þú greiddir.
- Yfirstrikað verð gefur til kynna verð á sambærilegri bókun án veittrar verðlækkunar („sambærilegt“ þýðir sömu dagsetningar, sömu skilmálar, sömu gæði á ökutæki o.s.frv.).
- 1
- Ef við sjáum um greiðsluna þína verðum við (eða í sumum tilvikum hlutdeildarfélag) ábyrg fyrir að sjá um greiðsluna og tryggja að gengið sé frá viðskiptum þínum við þjónustuaðilann. Í þessu tilviki er greiðslan lokauppgjör á verðinu sem er „til greiðslu og gjaldfallið“.
- Ef þjónustuaðilinn tekur greiðslu frá þér er það venjulega gert í eigin persónu í upphafi ferðaupplifunar þinnar.
- Þetta hefur ekki áhrif á réttindi þín ef þú lendir í vandamálum með ferðaupplifun þína – sjá „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A13).
- Ef greiðslumáti þinn er í gjaldmiðli* öðrum en greiðslugjaldmiðlinum getur bankinn þinn eða þjónustuaðili greiðslumátans (eða greiðsluþjónustuaðilar hans) rukkað þig um aukagjöld. Þetta getur t.d. gerst ef kreditkortið þitt notar evrur en bílaleigan gjaldfærir í dollurum. Ef þetta gerist látum við þig vita í bókunarferlinu.
- * Þetta er sjálfgefinn gjaldmiðill greiðslumátans þíns.
- Ef þú veist um eða hefur grun um svik eða óheimila notkun greiðslumáta þíns skaltu hafa samband við greiðsluþjónustuaðilann þinn eins fljótt og hægt er.
- Við bókun samþykkirðu viðkomandi skilmála eins og þeir birtast í bókunarferlinu. Þú finnur afbókunarskilmála fyrir hvern þjónustuaðila fyrir sig og aðra skilmála (um aldurstakmarkanir, innborganir fyrir öryggis- eða tjónatryggingum, gæludýr, samþykkt greiðslukort o.s.frv.) á vettvanginum okkar: á upplýsingasíðum þjónustuaðilans, í bókunarferlinu, í smáa letrinu og í staðfestingartölvupóstinum eða á bókunarmiða (ef við á).
- Ef þú afpantar bókun eða mætir ekki fara afbókunargjald/gjald fyrir að mæta ekki og endurgreiðsla eftir skilmálum um afbókun/það sem gerist ef gestur mætir ekki.
- Sumt er ekki hægt að afpanta ókeypis en annað er aðeins hægt að afpanta ókeypis fyrir tiltekin tímamörk.
- Ef þú telur að þú mætir ekki tímanlega skaltu hafa samband við þjónustuaðilann og segja honum hvenær megi búast við þér. Það er á þína ábyrgð að gæta stundvísi – ef þú gerir það ekki berum við ekki ábyrgð á tengdum kostnaði (t.d. fyrir afpöntun bókunarinnar eða gjöld sem þjónustuaðilinn kann að innheimta).
- Þú sem bókaðir berð ábyrgð á aðgerðum og háttalagi (í tengslum við ferðaupplifun) allra í hópnum. Þú berð líka ábyrgð á að fá leyfi hópsins áður en þú afhendir okkur persónuupplýsingar þeirra.
- Þú getur skoðað persónuverndaryfirlýsingu Rentalcars.com og fótsporsyfirlýsingu Rentalcars.com til þess að sjá hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar.
- Ef þú þarft sérstakt aðgengi:
- á vettvangi okkar og/eða þjónustu okkar skaltu hafa samband við þjónustuver okkar
- á ferðaupplifun þinni (t.d. aðgengi fyrir hjólastól) skaltu hafa samband við þjónustuaðilann þinn.
- Ef þú hefur keypt þér tryggingu gegnum vettvang okkar skaltu skoða tryggingarskjölin til að sjá skilmála og fá frekari upplýsingar. Þessir skilmálar gilda ekki um tryggingar.
- Nema annað sé tekið fram eru öll réttindi á vettvanginum okkar (tækni, efni, vörumerki, útlit og tilfinning o.s.frv.) í eigu Booking.com Transport Limited (eða leyfishafa) og með því að nota vettvanginn okkar samþykkir þú að gera það eingöngu eins og ætlast er til og að virða skilyrði sem sett eru fram hér fyrir neðan í ákvæðum A12.2 og A12.3.
- Þú hefur ekki leyfi til þess að vakta, afrita, skrapa/skríða, niðurhala, endurvinna eða með öðrum hætti nota hvaðeina á vettvanginum í viðskiptalegum tilgangi án skriflegs leyfis frá Booking.com Transport Limited eða leyfishöfum.
- Við fylgjumst vel með öllum heimsóknum á vettvanginn okkar og stöðvum hvern þann (og öll sjálfvirk kerfi) sem við grunum um:
- að framkvæma óeðlilegt magn af leitum
- að nota eitthvert tæki eða hugbúnað til að safna verðupplýsingum eða öðrum upplýsingum
- að gera nokkuð sem veldur óviðeigandi álagi á vettvanginn okkar.
- Með því að hlaða upp umsögn á vettvangi okkar staðfestir þú að hún uppfyllir efnisstaðla okkar og -leiðbeiningar og að:
- hún er sönn
- hún inniheldur ekki neina vírusa
- þér leyfist að miðla henni til okkar
- þú átt (eða mátt nota) allan hugverkarétt sem hún inniheldur
- við megum nota hana á vettvangi okkur og í öðrum viðskiptatilgangi (þar á meðal fyrir markaðsefni og auglýsingar) í hvaða miðli sem er, um allan heim, nema þú biðjir okkur um að hætta að nota hana
- hún brýtur ekki í bága við persónuréttindi annars fólks
- þú samþykkir að bera fulla ábyrgð á öllum lagalegum kröfum á hendur Booking.com Transport Limited sem tengjast henni.
- Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú ert með spurningu eða kvörtun. Þetta getur þú gert með því að opna bókunina þína eða í gegnum appið okkar eða í gegnum þjónustuverið okkar (þar finnur þú einnig gagnlegar algengar spurningar). Þú getur hjálpað okkur að hjálpa þér eins fljótt og hægt er með því að veita okkur:
- bókunarstaðfestingarnúmerið þitt, tengiliðsupplýsingarnar þínar, PIN-númerið þitt (ef þú ert með það) og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir
- lýsingu á vandamálinu og hvernig þú vilt að við aðstoðum þig
- öll fylgiskjöl (bankayfirlit, myndir, kvittanir o.s.frv.)
- Allar fyrirspurnir og kvartanir eru skráðar en þær brýnustu eru settar í forgang.
- Ef þú býrð í Tékklandi og líkar ekki hvernig við tökum á kvörtun þinni geturðu kvartað til Tékkneska eftirlitsins - Central Inspectorate, ADR Department, skráðar höfuðstöðvar Štěpánská 15, Prag 2, póstnúmer: 120 00, netfang: adr@coi.cz, https://www.coi.cz/informace-o-adr/.
- Ef þú býrð í Brasilíu og þér líkar ekki hvernig við tökum á kvörtun þinni geturðu kvartað í gegnum brasilískan alríkisvettvang fyrir lausn deilumála á sviði neytendasamtakanna consumidor.gov.br.
- Við reynum að leysa úr ágreiningi við þig beint og okkur er ekki skylt að lúta öðrum verklagsreglum um lausn deilumála sem óháðir þjónustuaðilar sjá um.
- Einnig er þér heimilt að sækja málið fyrir hæfum dómstólum – sjá nánar í „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A17).
- Við getum hjálpað þér að eiga samskipti við þjónustuaðila en það þýðir ekki að við öxlum ábyrgð á ferðaupplifuninni eða öðru sem þjónustuaðilinn gerir/gerir ekki. Við getum ekki ábyrgst að hann muni lesa nokkuð frá þér eða verði við beiðnum frá þér. Þó svo að þú hafir samband við hann eða hann við þig þýðir það ekki að þú hafir grundvöll fyrir lögsókn. Hafðu samband við okkur í gegnum þjónustuverið ef þú þarft aðstoð.
- Ef þú brýtur gegn þessum skilmálum (þar á meðal gildum okkar og efnisstöðlum og -leiðbeiningum) eða ferð ekki eftir gildandi lögum eða reglugerðum eigum við rétt á að:
- koma í veg fyrir að þú getir bókað,
- afpanta bókanir sem þú hefur þegar gert
- koma í veg fyrir að þú getir notað:
- þjónustuver okkar
- vettvang okkar,
- Ef við afpöntum bókun vegna þessa áttu mögulega ekki rétt á endurgreiðslu (háð kringumstæðum). Vera má að við segjum þér af hverju við ógiltum bókun þína nema það að segja þér það (a) stangist á við gildandi lög og/eða (b) myndi koma í veg fyrir eða hamla því að svik eða önnur ólögleg starfsemi yrði uppgötvuð eða komið í veg fyrir hana. Ef þú telur að það hafi verið óréttmætt af okkur að ógilda bókun þína skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar.
- Ekkert í þessum skilmálum mun takmarka skaðabótaábyrgð okkar (eða þjónustuaðila) (i) þegar við (eða þeir) sýndu vanrækslu sem leiddi til dauðsfalls eða líkamsmeiðsla; (ii) þegar um er að ræða svik eða villandi upplýsingar; (iii) þegar um er að ræða alvarlega vanrækslu eða vísvítandi misferli; eða (iv) ef ekki er hægt að takmarka eða útiloka slíka skaðabótaábyrgð löglega að öðru leyti.
- Ef þú hefur brotið gegn þessum skilmálum og/eða skilmálum þjónustuaðila munum við ekki bera ábyrgð á neinum kostnaði sem fellur á þig vegna þess.
- Við berum ekki ábyrgð á:
- tapi eða tjóni sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar þú gerðir bókunina eða samþykktir þessa skilmála með öðrum hætti; eða
- atburði sem við gátum ekki stjórnað.
- Við lofum engu um vörur og þjónustu þjónustuaðilans, fyrir utan það sem við tökum skýrt fram í þessum skilmálum, til dæmis í kafla A4.
- Mesta ábyrgð sem við (eða hvaða þjónustuaðili sem er) getum borið lögum samkvæmt (hvort sem um er að ræða einn atburð eða röð tengdra atburða) er fyrirsjáanlegt tap eða skemmdir í tengslum við þína bókun/bókanir.
- Til að það sé tekið skýrt fram eru þessir skilmálar á milli þín og okkar. Ekkert í þessum skilmálum gefur þriðja aðila öðrum en þjónustuaðila rétt á neinu.
- Þú gætir notið verndar laga og reglugerða um lögboðna neytendavernd sem tryggja þér rétt sem engir skilmálar fyrirtækis geta hnekkt. Ef eitthvert ósamræmi er á milli þessara laga og reglugerða og þessara skilmála skulu áskilin neytendalög og reglugerðir gilda.
- Þessir skilmálar falla undir ensk lög. Einnig geturðu treyst á neytendalög í þínu landi ef þú ert neytandi sem býrð í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, í Bretlandi eða Sviss („Evrópu“). Ef þú ert neytandi sem býr utan Evrópu falla þessir skilmálar, að því marki sem lögboðin, staðbundin (neytendalög) leyfa, undir ensk lög.
- Ef þú ert neytandi sem býr í Evrópu (samkvæmt skilgreiningu hér fyrir ofan):
- Er þér heimilt að hefja lögsókn gegn okkur:
- fyrir dómstólum landsins þar sem þú býrð, eða
- fyrir dómstólum í Englandi og Wales.
- Okkur er heimilt að höfða mál gegn þér fyrir dómstólum landsins þar sem þú býrð.
Ef þú ert neytandi sem býrð utan Evrópu verða allar véfengingar, að því marki sem lögboðin, staðbundin (neytendalög) leyfa, einungis lagðar fyrir dómstóla í Englandi og Wales.
- Ef:
- þú hefur valið og greitt fyrir eina ferðaþjónustu og bókar viðbótarferðaþjónustu vegna ferðar þinnar eða orlofs í sömu heimsókn á vettvanginn; eða
- þú bókar viðbótarferðaþjónustu vegna ferðar eða orlofs í gegnum hlekk sem fenginn er frá okkur ekki síðar en sólarhring eftir staðfestingu frá okkur á upprunalegri bókun hjá okkur,
- munt þú EKKI njóta ávinnings af rétti sem á við um pakkaferðir undir tilskipun ESB 2015/2302 eða breskri reglugerð 2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun (saman „pakkaferðakröfur“). Þess vegna berum við ekki ábyrgð á réttri framkvæmd þessarar ferðaþjónustu. Ef einhver vandamál koma upp skaltu hafa samband við viðkomandi þjónustuaðila.
- í hvoru þessara tilfella verður ferðaþjónustan hluti af samtengdri ferðatilhögun en ekki pakki. Í samræmi við lög Evrópusambandsins og Bretlands höfum við í slíkum tilfellum tryggingu sem endurgreiðir þér þær upphæðir sem þú hefur greitt fyrir þjónustu sem ekki er innt af hendi ef til greiðsluþrots kemur. Athugaðu að þetta skilar ekki endurgreiðslu ef um er að ræða greiðsluþrot viðkomandi þjónustuaðila.
- Við höfum sjálfviljug útvíkkað þessa greiðsluþrotsvernd til viðskiptavina utan ESB og Bretlands sem hafa bókað margs konar ferðaþjónustu í gegnum vettvanginn okkar sem stendur fyrir samtengda ferðatilhögun í skilningi krafna um pakkaferðir. Þessi útvíkkun á aðeins við um greiðslur sem við höfum tekið á móti.
- Við höfum tekið greiðsluþrotatryggingu með bankaábyrgð hjá Deutsche Bank sem Sedgwick International í Bretlandi hefur umsjá með vegna peninga sem greiddir eru beint til okkar.
- Ferðalangar geta haft samband við Sedgwick International UK ef þeim er neitað um þjónustu vegna greiðsluþrots okkar.
- Athugasemd: Þessi greiðsluþrotatrygging nær ekki yfir samninga við aðra en okkur sem hægt er að framkvæma þrátt fyrir greiðsluþrot okkar.
- Sjá tilskipun (ESB) 2015/2302 sem felld er inn í landslög í Evrópusambandinu eða í Bretlandi.
- Okkur er heimilt að gera breytingar á þessum skilmálum. Þegar slíkar breytingar eru efnislegar munum við láta þig vita af þeim áður en þær taka gildi, nema breytingarnar séu áskildar samkvæmt lögum.
- Ekki nota vettvanginn ef þú samþykkir ekki breytingarnar.
- Annars telst áframhaldandi notkun þín á vettvanginum eftir að breytingarnar taka gildi sem samþykki þitt á breyttu skilmálunum.
- Allar fyrirliggjandi bókanir munu áfram heyra undir skilmálana sem voru í gildi þegar bókunin var gerð.
B. Skilmálar bílaleigubíla
- Þessi vettvangur er rekinn af Booking.com Transport Limited. Fyrirtækið er skráð í Englandi og Wales (númer: 05179829) á eftirfarandi heimilisfangi: 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi. VSK-númer: GB 855349007. Þetta þýðir að þú samþykkir að bókunarferlinu með Booking.com Transport Limited sé stjórnað af þessum reglum – þó að raunveruleg leiga þín verði í samræmi við leigusamninginn við
- Þegar þú bókar bílaleigubíl er bókun þín annað hvort (a) hjá okkur eða (b) hjá þjónustuaðilanum (bílaleigufyrirtækinu sem afhendir bílinn). Hvort sem er:
- gilda skilmálar um bókunarferlið; þegar við sendum þér bókunarstaðfestingu gengur þú inn í samning við okkur
- gildir leigusamningurinn um bílaleiguna sjálfa; þegar þú undirritar hann í afgreiðslu bílaleigunnar gerir þú samning við þjónustuaðilann (en þú sérð og samþykkir aðalskilmála hans á meðan þú bókar bílinn þinn).
- Í flestum tilfellum færðu bókunarstaðfestingu strax og bókun er lokið – en ef þjónustuaðilinn staðfestir ekki bílaleiguna strax tökum við hvorki við greiðslu né sendum þér bókunarstaðfestingu fyrr en hann hefur gert það.
- Ef misræmi er á milli þessara skilmála og leigusamningsins þá gildir leigusamningurinn.
- Aðalbílstjórinn (upplýsingarnar um einstaklinginn sem voru slegnar inn í bókunarferlinu) er eina manneskjan sem getur breytt eða afpantað bókunina eða rætt við okkur – nema hann tilkynni okkur að einhverjum öðrum hafi verið falið verkefnið.
- Við leggjum fram vettvanginn þar sem þjónustuaðilar geta kynnt og selt ferðaupplifun sína og þú getur leitað að, borið saman við og bókað hana.
- Við ábyrgjumst ekki nákvæmlega gerð og tegund sem þú bókar (nema við höfum sagt það skýrum orðum). Orðin „eða svipað“ þýða að þú gætir fengið svipaðan bíl (þ.e. sömu stærð með sams konar skiptingu o.s.frv.). Þannig að myndir af bílum eru aðeins til skýringar.
- Þegar þú hefur bókað bílaleigubílinn:
- látum við þjónustuaðilann fá bókunarupplýsingarnar (t.d. nafn og símanúmer aðalbílstjórans)
- staðfestum við afhendingarupplýsingarnar (t.d. tengiliðsupplýsingar þjónustuaðila og það sem þú þarft að hafa meðferðis).
- Þú verður að veita allar upplýsingar sem við þurfum til að sjá um bókun þína (tengiliðsupplýsingar, afhendingartíma o.s.frv.).
- Þú verður að kynna þér og samþykkja að fylgja þessum skilmálum og leigusamningnum – og fallast á að brjótir þú þá:
- gætir þú þurft að greiða viðbótargreiðslur
- gæti bókun þín orðið ógild
- gæti starfsfólk í afgreiðslunni neitað að afhenda lyklana í afgreiðslu bílaleigunnar.
- Þú verður að kanna sérkröfur bílaleigunnar þar sem ýmsar upplýsingar (ökuskírteini, upphæð tjónatryggingar, nauðsynlega pappíra, samþykkt greiðslukort o.s.frv.) eru breytilegar eftir bílaleigum. Passaðu sérstaklega að lesa:
- þessa skilmála
- aðalskilmála leigusamningsins sem þú sérð við bókun og
- leigusamninginn sjálfan sem þú færð þegar tekið er við bílnum.
- Þú verður að mæta í afgreiðslu bílaleigunnar á þeim tíma sem þú átt að taka við bílnum (athugaðu að sumir þjónustuaðilar geta gefið frest ef þú verður fyrir töfum). Ef þú mætir of seint til að taka við bílnum (og eftir að fresturinn er liðinn, ef við á) er ekki víst að bíllinn sé tiltækur og hugsanlega áttu ekki rétt á endurgreiðslu frá þjónustuaðilanum. Athugaðu leigusamninginn til að fá frekari upplýsingar (á meðan þú bókar bíl, skaltu skoða „Mikilvægt
- Lykilatriði í leigusamningnum segja þér hvað aðalbílstjóri þarf þegar tekið er við bílnum. Þú verður að tryggja að þegar hann kemur að afgreiðsluborðinu sé hann með allt sem þarf (t.d. ökuskírteini, nauðsynleg skilríki og kreditkort á sínu nafni með nægilegri heimild til að standa undir öryggistryggingu).
- Þú verður að tryggja að aðalbílstjóri sé hæfur og í ástandi til að aka bílnum.
- Þú verður að sýna afgreiðslufólkinu fullgilt ökuskírteini hvers bílstjóra, sem hann verður að hafa verið með a.m.k. í 1 ár (eða lengur í mörgum tilfellum). Ef einhver bílstjóri er með refsipunkta á ökuskírteini sínu skaltu láta okkur vita um leið og þú veist af því, þar sem þjónustuaðilinn leyfir honum e.t.v. ekki að keyra.
- Þú verður að tryggja að allir bílstjórar með ökuskírteini gefið út í Englandi, Skotlandi eða Wales fái „ökusögukóða“ ekki eldri en 21 dags gamlan við afhendingu á bílnum.
- Þú verður að tryggja að allir bílstjórar séu með eigið alþjóðlegt ökuleyfi (ef þess þarf) sem og ökuskírteini. Athugaðu að allir bílstjórar verða ávallt að hafa meðferðis ökuskírteini sitt (og alþjóðlega ökuskírteinið, ef þess þarf).
- Þú verður að tryggja að fyrir öll börn séu viðeigandi barnabílstólar eða sæti eftir þörfum.
- Þú verður, ef eitthvað fer úrskeiðis á leigutímanum (slys, bilun o.s.frv.):
- að hafa samband við þjónustuaðilann
- að heimila ekki neinar viðgerðir án samþykkis þjónustuaðila (nema leigusamningurinn leyfi það)
- að halda til haga öllum gögnum (viðgerðarreikningum, lögregluskýrslu o.s.frv.) til að láta okkur/þjónustuaðila/tryggingafélag hafa.
- Í mörgum tilfellum tekur þjónustuaðili sérstakt gjald af ungum bílstjórum sem eru undir tilteknum aldri (t.d. 25). Í sumum tilfellum getur þjónustuaðili tekið gjald af eldri bílstjóra sem er yfir tilteknum aldri (t.d. 65). Þegar bókað er á vettvangi okkar þarf að færa inn aldur aðalbílstjóra svo að við getum birt þér upplýsingar um aldurstengd gjöld – sem greiða þarf þegar tekið er við bílnum.
- Í mörgum tilfellum tekur þjónustuaðilinn skilagjald ef bílnum er skilað á öðrum stað en tekið var við honum. Ef þú ætlar að gera slíkt þarftu að færa inn skilastað við bókun svo að við getum sagt þér hvort það sé hægt og birta þér upplýsingar um gjald fyrir að skila á öðrum stað – sem þú borgar þegar tekið er við bílnum.
- Í mörgum tilfellum tekur þjónustuaðilinn landamæragjald fyrir að fara með bílinn í annað land/ríki/eyju. Ef þú ætlar að gera það er mikilvægt að segja okkur og/eða þjónustuaðilanum frá því sem fyrst (og það áður en tekið er við bílnum).
- Verð á bílaleigubílnum er reiknað út frá sólarhringseiningum, þannig að (t.d.) 25 klst. leiga kostar það sama og leiga í 2 sólarhringa.
- Ef þú ákveður, eftir að hafa tekið við bílnum, að þig langi að halda bílnum lengur skaltu hafa samband við þjónustuaðilann. Hann segir þér hve mikið það myndi kosta og þú yrðir að gera nýjan samning við hann. Ef þú skilar bílnum seint án þess að semja um það fyrirfram getur hann einnig tekið af þér viðbótargjald.
- Í sumum tilfellum borgar þú fyrir allt sem er í boði aukalega (barnabílstóla, GPS, vetrardekk o.s.frv.) þegar þú bókar bílinn – en þá er afhending þess þér tryggð þegar þú tekur við bílnum.
- Í öðrum tilfellum þarftu aðeins að biðja um aukabúnað þegar þú bókar bílinn – en þá:
- borgar þú þegar tekið er við bílnum og
- þjónustuaðilinn ábyrgist ekki að slíkt verði tiltækt fyrir þig.
- Við förum fram úr lagalegum skyldum okkar. Jafnvel þegar löggjöf á staðnum krefst þess ekki að við bjóðum upp á sérstakan afpöntunarrétt ábyrgjumst við að við munum standa við endurgreiðsluskilmála okkar ef þú afpantar bókunina.
- Eftirfarandi skilmálar um „afpöntun og breytingar“ gilda fyrir allar bókanir fyrir utan bókanir sem merktar eru „óendurgreiðanlegar“ (þú getur ekki breytt óendurgreiðanlegum bókunum og þú færð ekki endurgreitt ef þú afpantar þær).
- Ef þú afpantar:
- LENGUR EN 2 sólarhringum áður en leigutímabilið byrjar færðu fulla endurgreiðslu.
- SKEMUR EN 2 sólarhringum áður eða á meðan þú ert við afgreiðslu bílaleigunnar endurgreiðum við þér það sem þú greiddir að frádregnum kostnaði 3 daga leigu – því verður engin endurgreiðsla ef bíllinn þinn var bókaður í 3 daga eða skemur.
- EFTIR að leigutímabilið átti að hefjast (eða þú mætir ekki) færðu enga endurgreiðslu.
- Starfsfólk afgreiðslunnar getur neitað þér um bílinn ef (t.d.):
- Þú mætir ekki á réttum tíma
- Þú getur ekki leigt bílinn
- Þú ert ekki með þær upplýsingar sem þú þarft
- Aðalbílstjórinn er ekki með kreditkort á eigin nafni, með næga innistæðu fyrir öryggistryggingu bílsins.
Frekari upplýsingar um reglur þjónustuaðilans má finna í „Mikilvægar upplýsingar“ sem sjást þegar bókunin er gerð – eða í leigusamningnum sem þú undirritar við afgreiðsluborðið.
Ef þér er neitað um bílinn skaltu hringja strax í okkur frá afgreiðsluborði bílaleigunnar til að afpanta bókunina og við munum endurgreiða þér það sem þú borgaðir, fyrir utan 3 daga kostnað af leigunni. Ef þú gerir þetta ekki mun afpöntunargjaldið vera allur kostnaðurinn við leiguna – nema þú getir sannað að atvikið hafi kostað okkur töluvert minna en það.
- Þú getur breytt bókuninni hvenær sem er áður en þú nærð í bílinn.
- Í flestum tilvikum er auðveldasta leiðin til þess að gera það í gegnum appið okkar – eða á vefsíðunni okkar (undir „Hafa umsjón með bókun“).
- Ekkert umsýslugjald er fyrir að breyta bókun þinni, en hvers kyns breytingar sem þú gerir geta haft áhrif á leiguverðið. Stundum er eina leiðin til að breyta bókun sú að afpanta og framkvæma aðra, og þá tökum við mögulega af þér afpöntunargjald fyrir hönd bílaleigunnar.
- Ef breyting á bókun breytir verði hennar eða leiðir til afpöntunargjalds látum við þig vita fyrirfram.
- Ef við eða þjónustuaðilinn þurfum að breyta bókun þinni (t.d. ef þjónustuaðilinn getur ekki útvegað bílinn) látum við þig vita eins fljótt og við getum. Ef þú samþykkir ekki þá breytingu áttu rétt á að afbóka og krefjast fullrar endurgreiðslu (alveg sama hve nálægt upphafsdegi leigutímabils þíns er komið) en við berum enga aukabótaskyldu vegna beins eða óbeins kostnaðar sem þú stofnaðir til (t.d. hótelherbergi eða leigubílar).
- Í öllu falli verða ökumenn að vera yfir lágmarksaldri til að taka á leigu eða aka bíl. Í sumum tilfellum verða þeir einnig að vera undir hámarksaldri. Mörkin geta verið breytileg hjá þjónustuaðila eftir staðsetningu og gerð bíla.
- Aðeins hæfir bílstjórar sem nafngreindir eru í leigusamningnum mega aka bílnum.
- Þú mátt ekki fara með bílinn til annars lands/ríkis/eyjar og/eða skila honum annars staðar án þess að ganga frá slíku áður.
- Ef þú tekur við bíl síðar (sjá B3.4 hér fyrir ofan) eða skilar fyrr en samið var um í bókunarstaðfestingu endurgreiðir þjónustuaðili þér ekki fyrir „ónotaðan“ tíma.
- Upplýsingar um umsagnir, röðun, hvernig við öflum tekna (og fleira) má finna í Hvernig við störfum, sem er einnig hluti af skilmálum okkar.