Skilmálar og skilyrði

Þjónustuskilmálar viðskiptavina fyrir Rentalcars.com

Tvö önnur skjöl mynda hluta af samningi okkar við þig, auk skilmálanna á þessari síðu:

  • Hvernig við störfum-síðan okkar hjálpar þér að nota vettvang okkar og skilja umsagnir okkar, röðun, meðmæli, hvernig við öflum peninga og fleira.
  • Efnisstaðlar og -leiðbeiningart okkar hjálpa okkur að halda öllu uppfærðu og viðeigandi á vettvanginum okkar fyrir alþjóðlega notendur okkar, án þess að takmarka tjáningarfrelsi. Þeir segja frá því hvernig við stjórnum efni og bregðumst við óviðeigandi efni.

Með því að samþykkja skilmála okkar samþykkir þú allt í skjölunum þremur. Ekki nota vettvang okkar ef þú samþykkir ekki þessa skilmála.

Allar þessar upplýsingar eru mikilvægar vegna þess að þær (ásamt tölvupóstinum með bókunarstaðfestingu og upplýsingum sem veittar eru áður en samningur er gerður, áður en þú bókar) lýsa lagalegu skilmálunum sem gilda þegar þjónustuaðilar bjóða upp á ferðaupplifanir í gegnum vettvang okkar.

Ef eitthvað fer úrskeiðis með ferðaupplifun þína útskýrir hluti A13 í þessum skilmálum hvað þú getur gert í málinu. Þú getur meðal annars sent okkur kvörtun, farið til dómstóla og (í sumum tilfellum) notað netþjónustu fyrir lausn ágreinings.

Ef þú vilt áfrýja úrskurði eða tilkynna efni á vettvangi okkar útskýra efnisstaðlar okkar og -leiðbeiningar hvernig á að gera það og hvernig við meðhöndlum þessar beiðnir.

Þessi samantekt er ekki hluti af skilmálum okkar eða lagalegt skjal. Hún er eingöngu einföld útskýring á skilmálum okkar. Við hvetjum þig til að lesa öll skjölin í heild sinni. Sum orðin sem þú sérð í þessari samantekt hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Rentalcars.com-orðabókina“ í lok þessara skilmála.

A. Almennir skilmálar

B. Skilmálar bílaleigubíla

ÚTGÁFA: 2.0.

DAGSETNING: 22. desember 2023