Svona vinnum við
Sum orðin sem þú munt sjá hafa mjög sérstaka merkingu, svo skoðaðu „Rentalcars.com orðabókina okkar“ í Þjónustuskilmálum okkar. Þegar þú bókar bílaleigu veitir Booking.com Transport Limited vettvanginn og ber ábyrgð á honum – en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá B hér fyrir neðan). Booking.com Transport Limited er fyrirtæki skráð í Englandi og Wales (fyrirtækjanúmer: 05179829; Skráð skrifstofa: 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi).
- við föllumst á söluþóknun við bílaleiguna fyrir þjónustu okkar; eða
- við föllumst á nettóverð við bílaleiguna og beitum okkar eigin álagningu.
- Það sem þú segir okkur í leitarforminu: staðsetning, dagsetningar o.s.frv.
- Allar upplýsingar sem við höfum safnað út frá því hvernig þú hefur samskipti við vettvang okkar: fyrri leitir þínar á vettvangi okkar, í hvaða landi þú ert á meðan þú vafrar o.s.frv.
- Frammistaða mismunandi þjónustuaðila.
- Mælt með (sjálfgefin röðun). Við vitum hvað skiptir máli fyrir þann sem er að leigja sér bíl. Efst í leitarniðurstöðum okkar finnur þú því bílana sem við teljum að þér líki, byggða á síbreytilegu reikniriti sem vegur upp alls kyns þætti (verð, einkunnagjöf, stærð, hagnað, tæknilýsingu bílsins og fleira).
- Verð (lægsta efst). Niðurstöðurnar birtast í verðlagsröð með ódýrasta valkostinn fyrst... einfalt og þægilegt.
- Einkunn. Þessu geta viðskiptavinir okkar stjórnað: bílum er raðað eftir einkunnagjöf viðskiptavina með þá hæstu fyrst. Þessar einkunnir koma beint úr „heimkomukönnuninni“ sem við sendum til fólks eftir bílaútleiguna til að biðja það um að gefa einkunn á skalanum 0 til 10 á helstu sviðum (hjálplegt starfsfólk, ástand bíls, verðmæti fyrir peningana o.s.frv.)*.
- Fjarlægð. Niðurstöðurnar birtast eftir fjarlægð frá þeirri staðsetningu sem þú leitaðir eftir.
- hlaðið upp á vettvang okkar til að hjálpa öðrum viðskiptavinum að finna rétt val*
- notuð í markaðssetningartilgangi (á vettvangi okkar, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum o.s.frv.)*
- miðlað til bílaleigunnar til að aðstoða hana (og okkur) við að veita enn betri þjónustu**.
Við birtum allar neytendaumsagnir sem við fáum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar, nema þær stangist á við efnisstaðla og -leiðbeiningar okkar. Þegar fjölmargar umsagnir eru í boði sýnum við þær nýlegustu efst. Vinsamlegast athugaðu að í appinu sýnum við aðeins einkunnir en ekki athugasemdir. * Við notum ekki fullt nafn þitt eða heimilisfang þitt. ** Til að aðstoða bílaleiguna við að bæta sig þurfum við að segja þeim um hvaða bílaleigu umsögnin er.
Þegar þú bókar leigu á vettvangi okkar mun Rentalcars.com sjá um greiðsluna þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða ef eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Ef það varðar eitthvað sem gerðist á bílaleigutímanum verðum við fljótari að aðstoða þig ef þú gefur upp:
- bókunarnúmerið þitt og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir bílinn þinn
- lýsingu á vandamálinu og hvernig þú vilt að við aðstoðum þig
- upplýsingar um allt sem þú hefur þurft að greiða
- gögn máli þínu til stuðnings (bankayfirlit, leigusamning, lokareikning, tjónaskráningu, myndir, brottfararspjald, kvittanir o.s.frv.).
Þjónustufulltrúi okkar hefur þá samband eins fljótt og hægt er. Hann gæti þurft að fá einhverjar upplýsingar frá þér. Hvert sem vandamálið er gerum við allt sem við getum til að aðstoða þig. Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A13) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A17) í þjónustuskilmálum okkar.