Svona vinnum við
Uppfært 15. desember 2023
Sum orðin sem þú munt sjá hafa mjög sérstaka merkingu, svo skoðaðu „Rentalcars.com orðabókina okkar“ í Þjónustuskilmálum okkar. Þegar þú bókar bílaleigu veitir Booking.com Transport Limited vettvanginn og ber ábyrgð á honum – en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá B hér fyrir neðan). Booking.com Transport Limited er fyrirtæki skráð í Englandi og Wales (fyrirtækjanúmer: 05179829; Skráð skrifstofa: 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi).
Við auðveldum þér að bera saman bókanir frá ýmsum bílaleigufyrirtækjum. Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar segja okkur. Við gerum okkar besta til að vera ávallt með nýjustu upplýsingar.
Vettvangurinn okkar segir þér hversu marga bílaleigubíla þú getur bókað í gegnum okkur um allan heim og leitarniðurstöðusíðan okkar segir þér hversu margt af því gæti hentað þér, miðað við það sem þú hefur sagt okkur.
Þegar bíll er bókaður gengurðu inn í samning við okkur: við samþykkjum að skipuleggja og sjá um* bókun þína.
Þegar þú undirritar leigusamning við afgreiðsluborðið gengurðu inn í samning við bílaleigufyrirtækið: það fellst á að leigja þér bílinn. Þú ert nú þegar búin/n að sjá og samþykkja alla helstu skilmála (á meðan þú bókaðir bílinn).
* Við erum til staðar fyrir þig ef þú þarft að breyta eða afpanta bókun eða ef þú ert með einhverjar spurningar – fyrir, á meðan eða eftir bílaleiguna.
Öll bílaleigufyrirtæki sem eru á vettvanginum eru traustir samstarfsaðilar sem við treystum og sem stóðust allar okkar prófanir áður við hófum að starfa með þeim. Aðeins þjónustuaðilar sem eru samningsbundnir okkur koma fram á vettvanginum okkar. Þau geta þó einnig boðið upp á ferðaupplifanir utan vettvangsins okkar (svo tilboð þeirra á vettvanginum okkar eru kannski ekki tæmandi).
Við erum meira að segja með sérfræðingateymi sem heimsækir bílaleigufyrirtæki áður en þau birtast á vettvanginum okkar.
Allir þjónustuaðilar á vettvangi okkar eru fagaðilar.
Við höfum tekjur af að finna leiguna fyrir þig. Það eru tvær leiðir til að gera þetta:
- við föllumst á söluþóknun við bílaleiguna fyrir þjónustu okkar; eða
- við föllumst á nettóverð við bílaleiguna og beitum okkar eigin álagningu.
Hvort heldur sem er bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á breitt val á samkeppnishæfu verði. Auk þess er ókeypis fyrir þig að nota vettvanginn.
Hvernig Rentalcars.com notar meðmælakerfi Við notum meðmælakerfi til að velja og/eða raða upplýsingunum á vettvangi okkar til að aðstoða þig við að uppgötva ferðaupplifun sem við teljum að þér lítist vel á. Þegar þú til dæmis heimsækir lendingarsíðuna „Flug“ má finna fjölda af meðmælakerfum, þar á meðal: Við tengjum þig við stærstu bílaleiguvörumerkin. Bílaleigur með flestar bókanir. Leitarniðurstöður okkar eru einnig meðmælakerfi. Reyndar er það meðmælakerfið sem viðskiptavinir okkar nota mest – skoðaðu því “Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og flokkunarvalkostir” hér fyrir neðan. Öll meðmælakerfin sem við notum veita meðmæli sem byggjast á einum eða fleiri af eftirfarandi þáttum:
- Það sem þú segir okkur í leitarforminu: staðsetning, dagsetningar o.s.frv.
- Allar upplýsingar sem við höfum safnað út frá því hvernig þú hefur samskipti við vettvang okkar: fyrri leitir þínar á vettvangi okkar, í hvaða landi þú ert á meðan þú vafrar o.s.frv.
- Frammistaða mismunandi þjónustuaðila.
Til að gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir þig að finna og bóka bíl getur hver þáttur verið meira (eða minna) mikilvægur í mismunandi tilvikum, allt eftir því hvað við teljum að sé líklegast til að gera lista yfir bíla sem þú gætir viljað bóka.
Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og flokkunarvalkostir
Leitarniðurstöður okkar sýna allar bókanir á bílaleigubílum sem eiga við leitina.
Fyrst þegar þú sérð leitarniðurstöðurnar þínar verða þær flokkaðar („raðað“) eftir „Mælt með“:
- Mælt með (sjálfgefin röðun). Við vitum hvað skiptir máli fyrir þann sem er að leigja sér bíl. Efst í leitarniðurstöðum okkar finnur þú því bílana sem við teljum að þér líki, byggða á síbreytilegu reikniriti sem vegur upp alls kyns þætti (verð, einkunnagjöf, stærð, hagnað, tæknilýsingu bílsins og fleira).
Mikilvægi allra þessara þátta breytist stöðugt til að tryggja að við mælum með hentugustu bílunum.
Margir þessara ofannefndra þátta hjálpa meðmælakerfi okkar að ákvarða hvaða bílar gætu höfðað best til þín og skipt þig máli. Sumir þættir leika lítið hlutverk í þeirri ákvörðun, en aðrir leika mikið hlutverk -- og vægi hvers þáttar getur breyst eftir eiginleikum hvers bíls og hvernig þú og annað fólk notið vettvang okkar.
Sem dæmi leikur smellihlutfall bíls og fjöldi bókana oft mikið hlutverk í ákvörðununum. Það er vegna þess að þau endurspegla heildaraðdráttarafl bílsins og hve ánægðir viðskiptavinir okkar koma til með að verða þegar þeir fá nánari upplýsingar um hann.
Hátt smellihlutfall þýðir venjulega að fyrstu áhrif bílsins eru góð á vettvangnum (t.d. gegnum verð, afhendingarstað eða bílaleigu), og margar bókanir sýna að mörgu fólki finnst hann í raun uppfylla kröfur sínar.
En aðrir þættir skipta sömuleiðis máli. Við gætum t.d. forgangsraðað bílum frá bílaleigum sem bjóða upp á sveigjanlega, notendavæna greiðsluskilmála. Þessir þættir gefa jú til kynna að þessar bílaleigur átti sig á því hve mikilvæg þjónusta og þægindi eru fyrir viðskiptavini okkar.
Ef þú vilt síður að við forgangsröðum bílum eftir þáttum sem nefndir voru hér að ofan geturðu flokkað niðurstöðurnar á annan hátt, svo sem:
- Verð (lægsta efst). Niðurstöðurnar birtast í verðlagsröð með ódýrasta valkostinn fyrst... einfalt og þægilegt.
- Einkunn. Þessu geta viðskiptavinir okkar stjórnað: bílum er raðað eftir einkunnagjöf viðskiptavina með þá hæstu fyrst. Þessar einkunnir koma beint úr „heimkomukönnuninni“ sem við sendum til fólks eftir bílaútleiguna til að biðja það um að gefa einkunn á skalanum 0 til 10 á helstu sviðum (hjálplegt starfsfólk, ástand bíls, verðmæti fyrir peningana o.s.frv.)*.
- Fjarlægð. Niðurstöðurnar birtast eftir fjarlægð frá þeirri staðsetningu sem þú leitaðir eftir.
Ef þú velur „verð (lægst fyrst)“ eða „einkunnagjöf“ munu þættir sem lýst er í „Mælt með“ samt hafa áhrif. Til dæmis gætu þessir þættir virkað sem auka „bráðabani“ milli tveggja eða fleiri bíla sem annars myndu birtast á sama stað. Samt sem áður eru þættir eins og „Mælt með“ hreint aukaatriði - því að þeir eru aðeins notaðir þar sem við þurfum að ákveða hvorn af tveimur bílum eigi að setja framar.
Þú getur notað síur til að þrengja niður niðurstöður þínar, óháð því hvaða flokkun þú velur.
Eftir leiguna biðjum við þig um að skilja eftir umsögn, sem getur þá verið:
- hlaðið upp á vettvang okkar til að hjálpa öðrum viðskiptavinum að finna rétt val*
- notuð í markaðssetningartilgangi (á vettvangi okkar, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum o.s.frv.)*
- miðlað til bílaleigunnar til að aðstoða hana (og okkur) við að veita enn betri þjónustu**.
Við birtum allar neytendaumsagnir sem við fáum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar, nema þær stangist á við efnisstaðla og -leiðbeiningar okkar. Þegar fjölmargar umsagnir eru í boði sýnum við þær nýlegustu efst. Vinsamlegast athugaðu að í appinu sýnum við aðeins einkunnir en ekki athugasemdir. * Við notum ekki fullt nafn þitt eða heimilisfang þitt. ** Til að aðstoða bílaleiguna við að bæta sig þurfum við að segja þeim um hvaða bílaleigu umsögnin er.
Verðin sem birtast á vettvanginum okkar stilla þjónustuaðilar eða við - en hugsanlega fjármögnum við umbun eða önnur fríðindi úr eigin vasa.
Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og önnur gjöld sem kunna að eiga við (t.d. fyrir aukaþjónustu, tryggingar eða skatta). Skattar og gjöld geta verið breytileg af ýmsum ástæðum, svo sem staðsetningu þjónustuaðila, afhendingarstað eða hvað þú ætlar að gera við bílaleigubílinn. Verðsundurliðunin segir þér hvaða skattar (ef einhverjir) eru innifaldir. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið á meðan þú bókar.
Vettvangurinn okkar veitir lýsingar á öllum búnaði sem þjónustuaðilar bjóða (byggt á því sem okkur er sagt). Þar kemur líka fram hvað hann muni kosta.
Allur umreikningur er eingöngu til upplýsingar; raungengi getur verið breytilegt.
Þegar þú bókar leigu á vettvangi okkar mun Rentalcars.com sjá um greiðsluna þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða ef eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Ef það varðar eitthvað sem gerðist á bílaleigutímanum verðum við fljótari að aðstoða þig ef þú gefur upp:
- bókunarnúmerið þitt og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir bílinn þinn
- lýsingu á vandamálinu og hvernig þú vilt að við aðstoðum þig
- upplýsingar um allt sem þú hefur þurft að greiða
- gögn máli þínu til stuðnings (bankayfirlit, leigusamning, lokareikning, tjónaskráningu, myndir, brottfararspjald, kvittanir o.s.frv.).
Þjónustufulltrúi okkar hefur þá samband eins fljótt og hægt er. Hann gæti þurft að fá einhverjar upplýsingar frá þér. Hvert sem vandamálið er gerum við allt sem við getum til að aðstoða þig. Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A13) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A17) í þjónustuskilmálum okkar.