Getum við hjálpað?

Þú getur ávallt haft samband – en áður en þú gerir það skaltu renna yfir lista okkar yfir algengar spurningar. Svarið sem þú leitar að gæti leynst þar...

Hvað þarf ég að hafa með mér þegar ég næ í bílinn?

Aðal ökumaður þarf þrjá hluti (allt á sínu nafni):

 1. Kreditkort með nógu hárri heimild fyrir innborgunina á bílnum
 2. Ökuleyfi sem viðkomandi þarf að hafa haft í a.m.k. tvö ár
 3. Rentalcars.com bókunarmiðann eða rafbókunarmiðann á appinu okkar

Auka ökumenn þurfa að koma með ökuskírteini sitt.

Þú borgar fyrir alla auka ökumenn og aukabúnað þegar þú kemur til að ná í bílinn – þess vegna þarf að hafa þennan kostnað í huga vegna kreditkortsins. Þú finnur upphæð innborgunar í leiguskilmálum bílsins og á bókunarmiðanum.

Get ég leigt bíl ef ég er ekki með kreditkort?

Nei, því miður – í næstum öllum tilfellum þarftu kreditkort.

Bílaleigan mun setja innborgun á kreditkort aðalökumanns áður en þeir láta þig fá lyklana að bílnum. Án kreditkorts, geta þeir ekki tekið við innborgun, og láta þig þess vegna ekki fá lykla.

Þú getur séð hvort þú þarft kreditkort í leiguskilmálum bílsins, undir „Hvað þarftu að koma með þegar þú nærð í bílinn“.

Hvernig breyti ég bókuninni / bæti við flugnúmeri?

Veldu „Skoða bókun“ á heimasíðunni okkar. Þú getur breytt því hvað ferðin er löng, hverskonar bíl þú vilt og bætt við upplýsingum eins og flugnúmeri.

Við tökum engin umsýslugjöld fyrir að breyta bókun þinni. En ef þú breytir bókuninni á einhvern hátt er líklegt að verðið muni breytast.

Það er góð hugmynd að gera breytingar sem allra fyrst. Við munum gera okkar besta, en stundum geta bílaleigurnar sem við vinnum með ekki komið til móts við breytingar sem eru gerðar stuttu áður en ferðin þín hefst.

Hvaða greiðslumöguleika býður Rentalcars.com upp á?

Þú getur bókað bíl hjá okkur með flestum kredit- og debetkortum. Við munum láta þig vita hvaða kort er hægt að nota þegar þú bókar.

En við viljum láta þig vita að aðalökumaður þarf að hafa kreditkort með sér þegar náð er í bílinn. Það er vegna þess að bílaleigan þarf að taka innborgun út af kreditkorti aðalökumanns.

Þú getur borgað fyrir leiguna á hjá okkur hvernig sem hentar þér best – þú þarft ekki að nota sama kort og þú notaðir til að bóka bílinn.

Hvernig hætti ég við bókunina mína?

Til að hætta við bókunina, skaltu fara í „Skoða bókun“., setja inn upplýsingar þínar og hætta við bókun.

Ef þú þarft að breyta áætlun þinni en vilt samt leigja bíl, getur þú farið í „Skoða bókun“ og breytt bókuninni þess í stað.

Hverjar eru reglurnar fyrir afbókun?

Ef þú hættir við MEIRA en 48 klst áður en leigutímabilið byrjar, færðu fulla endurgreiðslu. En ef þú borgaðir innborgun þegar þú bókaðir bílinn, færðu innborgunina ekki til baka.

Ef þú hættir við þegar það eru MINNA en 48 klst þangað til leigutímabilið byrjar færðu endurgreiðslu, mínus þriggja daga leigu.

Ef þú borgaðir innborgun þegar þú bókaðir bílinn færðu endurgreiðslu mínus annað hvort innborgunina eða þriggja daga leigu – hvort sem er stærra.

Ef bókunin var minna en þrír dagar, færðu ekkert endurgreitt. Þetta á líka við ef þú hringir í okkur til að hætta við bókun þín frá þjónustuborði bílaleigunnar.

Ef þú hættir við EFTIR að leigutímabilið á að byrja, færðu ekki endurgreitt.

Ef þú nærð ekki í bílinn (yfirleitt kallað "skróp"), færðu ekki endurgreitt.

Bílaleigur kalla það "skróp“ þegar þú nærð ekki í bílinn vegna (til dæmis): Þú kemur ekki á umsaminni dagsetningu og tíma, þú ert ekki með réttu skjölin, eða þú ert ekki hæf(ur) fyrir leiguna, eða aðalökumaður er ekki með kreditkort með næga heimild fyrir innborguninni.

Sumar bílaleigur eru líka með sínar eigin afbókunarreglur, sem þú finnur í skilmálum bókunar þinnar.

Þarf ég að borga fyrir auka ökumenn?

Þú borgar bílaleigunni fyrir þá auka ökumenn sem þú vilt, síðan nærðu þú í bílinn.

Þú getur valið að bæta við auka ökumanni þegar þú bókar bílinn fyrst, eða ferð í „Skoða bókun“ og breyttu bókuninni til að bæta við öðrum ökumanni.

Þarf ég að borga aukagjöld við þjónustuborðið?

Já, stundum gerirðu það.

Þú borgar innborgunina fyrir bílinn og fyrir allan aukabúnað og auka ökumenn sem þú vilt.

Annar kostnaður fer eftir því hvar þú ert að leigja, aldri ökumanns(manna), og hvað ferð þín felur í sér. Hér eru nokkur dæmi um kostnað sem gæti komið upp:

Skattar, staðsetningagjöld, gjöld fyrir aðra leið, eldsneytisgjöld, kreditkortagjöld, vetrarbúnaður, ungur ökumaður, aldraður ökumaður, utan venjulegs opnunartíma, vegaaðstoð, kílómetranotkun og landamæragjöld.

Þú færð frekari upplýsingar í skilmálum bílsins.

Hverjar eru ökuleyfiskröfurnar?

Þú þarft að taka með ökuskírteinið þitt þegar þú nærð í bílaleigubílinn.

Bílaleigur gera ráð fyrir að ökumenn hafi verið með ökuskírteini í a.m.k. tvö ár. Bráðabirgðaökuskírteini eru ekki samþykkt.

Þegar þú leigir bíl erlendis þarftu alþjóðlegt ökuskírteini í sumum löndum, auk venjulega ökuskírteinisins. Bókunarmiðinn sem við sendum þér þegar þú bókar segir þér hvort þú þarft það.

Ef þú ert með breskt ökuskírteini og leigir bíl í Bretlandi getur verið að þú verðir beðin(nn) um kóða á þjónustuborði bílaleigunnar. Þú getur séð meira hérna.

Hvernig borga ég fyrir auka búnað?

Þú borgar bílaleigunni fyrir allan aukabúnað sem þú vilt – svo sem barnabílstól, GPS, eða snjókeðjur – þegar þú nærð í bílinn.

Ef þú vilt bæta við aukabúnaði eftir að þú ert búin(nn) að bóka, getur þú farið í „Skoða bókun“ og valið „Breyta“ til að breyta við hverju sem þú vilt.

Vegna þess að þú borgar bílaleigunni beint fyrir allan aukabúnað sem þú velur, getum við því miður ekki ábyrgst að þær hafi alltaf það sem þig vantar.

Á einhverjum bílum getum við tekið við borgun fyrir aukabúnað og þess vegna getum við ábyrgst að þú fáir hann. Við sýnum þér hvað er tiltækt á bílaleigubílnum þínum. Við erum að vinna í þessum möguleika– við vitum að það gerir þetta auðveldara og þess vegna vonumst við til að geta bætt við þetta.

Hvernig bið ég um reikning eða kvittun?

Þú getur fengið kvittun eða reikning hvenær sem er með því að fara í „Skoða bókun“ og velja kvittun.

Ef þú þarft að láta breyta reikningnum eða kvittuninni, skaltu hafa samband við okkur.

Hvað ef ég vil fara með bílaleigubílinn til annars lands?

Ef þú vilt ná í bílinn í einu landi og skila honum í öðru, munu leitarniðurstöðu þínar sína bíla sem uppfylla það.

Ef þú ætlar að fara yfir landamæri á meðan á ferðinni stendur, skaltu hafa í huga:

 1. Þú gætir þurft að borga meira

  Það er oft aukakostnaður, skattar eða aukatryggingar sem þú þarft að borga við þjónustuborðið.

 2. Það er kannski ekki mögulegt.

  Það fer eftir því hvar þú leigir, verið getur að þú getir ekki tekið bílinn með til annars lands.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt fara með bílaleigubílinn yfir í annað land á meðan á ferðinni stendur, og við förum saman fyrir möguleikana.

Hvað ef ég hef spurningar eftir að bílaleigunni er lokið?

Veldu Eftir-leigu hlutann hér að neðan, settu inn bókunarupplýsingar, fylltu út eyðublaðið og við kíkjum á það.

Hvað eru eldsneytisreglur?

Eldsneytisreglur fyrir leiguna þína útskýra hvernig þú borgar fyrir eldsneyti fyrir bílaleigubílinn, og hvort þú þarft að fylla tankinn áður en þú skilar bílnum

Þú sérð eldsneytisreglur fyrir hvern bíl greinilega í lýsingu bílsins. Í flestum tilfellum þarf að skila bílnum með fullan tank, sem er hagkvæmast fyrir þig. Tankurinn verður fullur þegar þú nærð í bílinn og þú skilar honum fullum.

Hvaða frekari tryggingadekkun býður Rentalcars.com upp á?

Við bjóðum heildartryggingu Rentalcars.com, sem endurgreiðir þér ef að bílaleigubíllinn skemmist eða honum er stolið og bílaleigan heldur eftir innborgun þinni eða rukkar þig aukalega fyrir skemmdir.

Heildartrygging nær yfir innborgunina sem þú borgar þegar þú nærð í bílinn, sjálfsábyrgðina, allt ytra byrði bílsins sem fellur ekki undir grunntryggingu bílaleigubílsins, ásamt öllum dráttar- eða umsýslukostnaði sem þú verður fyrir. Lærðu meira um heildartryggingu Rentalcars.com

Hvað ef ég hef ekki fengið staðfestingu á bókuninni?

Við staðfestum flestar bókanir strax, og næstum allar innan 48 klst. Ef við höfum ekki staðfest bókunina innan 48 klst, munum við hafa samband við þig ogútskýra af hverju.

Þú getur athugað stöðu bókunarinnar eftir að bókunin hefur verið staðfest í „Skoða bókun“.

Ef þú borgaðir inn á þegar þú bókaðir, færðu bókunarmiðann um leið og þú hefur borgað bílaleiguna að fullu.

Hvar get ég séð hvaða tryggingar og tryggingadekkun eru á bílaleigubílnum?

Þú finnur upplýsingar um trygginguna sem kemur með bílnum í skilmálunum. Þú getur séð þá í leitarniðurstöðum undir „Skilmálar“, og á bílnum undir „Mikilvægar upplýsingar“ þú finnur „Heildar skilmálar“ neðst.

Allar tryggingar sem koma staðlað með bílnum koma frá bílaleigunni. Þú finnur upplýsingar um þessar tryggingar í leigusamningum sem þú skrifar undir þegar þú nærð í bílinn.

Hvaða tryggingar eru á bílaleigubílnum?

Allar leigur verða að vera með Kaskótryggingu og Þjófnaðarvörn. Eftir því hvenær þú leigir verður þetta:

 • Innifalið með bílnum þegar þú bókar hann, eða
 • Frá kreditkortafyrirtæki aðalökumanns, eða
 • Keypt frá bílaleigunni þegar þú nærð í bílinn

Hægt er að finna upplýsingar um hvað er innifalið í bókuninni í skilmálum og á bókunarmiðanum.

Get ég fengið endurgreiðslu ef ég skila bílnum snemma?

Því miður getum við ekki endurgreitt þér fyrir þann hluta leigunnar sem þú notar ekki.

Það er vegna þess að við höfum fest bílinn fyrir alla bókunina fyrir þína hönd, og bílaleigan býst við því að bíllinn sé notaður allan tímann. Hún hefur skipulagt bíla og bílastæða þarfir sínar í kringum upphaflegu bókunina.

Hvað er sjálfsábyrgð?

Sjálfsábyrgðin er sá hluti sem þú þarft að borga ef bíllinn skemmist (þegar það fellur undir Kaskótryggingu) eða honum er stolið (þegar það fellur undir Þjófnaðartryggingu).

Hægt er að finna upplýsingar um upphæð sjálfsábyrgðar fyrir bókun þína í skilmálunum og á bókunarmiðanum.

Hvað er Kaskótrygging?

Kaskótrygging er gerð tryggingar fyrir bílaleigubíla. Það takmarkar ábyrgð ökumanns ef bílaleigubíllinn skemmist.

Þetta þýðir að bílaleigufyrirtækið mun ekki rukka þig fyrir heildarkostnaðinn ef bíllinn verður fyrir skemmdum á meðan þú ert með hann.

Það er næstum alltaf sjálfsábyrgð, sem þýðir að þú borgar fyrsta hlutann af öllum viðgerðarkostnaði.

Nákvæmlega hvað Kaskótryggingin felur í sér er mismunandi eftir bílaleigum og hvar þú leigir bílinn.

En yfirleitt nær hún ekki yfir framrúðu, hjólbarða, undirvagn, nýja lása, nýja lykla og dráttarkostnað. Það þýðir að ef þessir hlutar bílsins skemmast eða ef bíllinn er dreginn berð þú ábyrgð á að borga allan kostnaðinn, ekki bara sjálfsábyrgðina.

Einnig gildir Kaskótryggingin bara ef þú heldur þig við skilmála leigusamningsins (sem þú undirritar þegar þú nærð í bílinn). Það þýðir að ef (til dæmis) þú keyrir undir áhrifum áfengis eða leggur á hættulegum stað og bíllinn skemmist, berð þú ábyrgð á að borga allan kostnaðinn, ekki bara sjálfsábyrgðina.

Hvað er þjófnaðartrygging?

Þjófnaðartrygging er gerð tryggingar fyrir bílaleigubíla. Hún takmarkar ábyrgð ökumanns ef bílnum er stolið.

Þetta þýðir að bílaleigan mun ekki rukka þig um allan kostnaðinn ef bílnum er stolið þegar þú ert með hann.

Það er næstum alltaf sjálfsábyrgð, sem þýðir að þú þarft að borga fyrsta hlutann af öllum viðgerðum eða endurnýjunarkostnaði.

Nákvæmlega hvað Þjófnaðartryggingin nær yfir fer eftir bílaleigunni og hvar þú leigir bílinn.

Þjófnaðartryggingin gildir bara ef þú heldur þig við skilmála leigusamningsins (sem þú undirritar þegar þú nærð í bílinn). Það þýðir að ef (til dæmis) þú skilur bílinn eftir ólæstan og honum er stolið berð þú ábyrgð á að borga allan kostnaðinn, ekki bara sjálfsábyrgðina.

Hvað ætti ég að gera þegar ég næ í bílinn?
 1. Athugaðu bílinn

  Gakktu í kringum hann og kíktu inn í hann, leitaðu að skemmdum. Ef þú finnur einhverjar, skaltu biðja fulltrúa bílaleigunnar að merkja við þær á leigusamningnum. Taktu myndir svo þú getir verið viss um hvernig bíllinn var í upphafi.

 2. Athugaðu hvernig eldsneyti bíllinn tekur.

  Opnaðu eldsneytislokið til að athuga hvort það er bensín eða dísil. Bensín gæti haft '95‘ á því. Ef þú ert ekki viss um hvaða eldsneyti bíllinn notar skaltu spyrja fulltrúann áður en þú ferð.

 3. Skoðaðu mælaborðið

  Yfirleitt gildir að þú færð bílinn með fullan tank og skilar honum með fullum tanki. Snúðu lyklinum til að athuga hvort að tankurinn sé fullur (og framljósin virki).

 4. Athugaðu leiðina sem þú ætlar að fara.

  Ef bíllinn er með GPS gæti verið gott að stilla hann á þitt tungumál áður en þú heldur af stað.

 5. Taktu þér augnablik.

  Þegar allir eru vel spenntir, skaltu taka augnablik til að stilla speglana, færa sætið, finna bakkgírinn og athuga hvar stefnuljósin eru.

 6. Leitaðu að bensínstöð

  Leitaðu að bensínstöð á leiðinni út. Þá þarftu ekki að stressa þig á því hvar þú getur fyllt á bílinn áður en þú skilar honum.

Af hverju þarf ég að skrifa undir leigusamning á þjónustuborðinu?

Því samningurinn sem þú skrifar undir sýnir hvað þú ert að samþykkja þegar þú leigir bílinn af bílaleigunni.

Rentalcars.com er í hlutverki miðlara. Við tengjum viðskiptavini við bílaleigur, og tökum við bókunum. Leigusamningurinn sem þú skrifar undir er mismunandi á milli bílaleiga og landa sem þú leigir í.

Eins og gildir um alla aðra samninga sem þú skrifar undir, er það alltaf þess virði að passa upp á að þú vitir hvað þú ert að samþykkja og sért sátt(ur) við það.

Hvernig get ég forðast aukagjöld þegar ég skila bílnum?

Með því að skila bílnum á réttum tíma, með réttu eldsneytismagni, og án nokkurra skemmda eða óhóflegra óhreininda.

Þegar þú skilar bílnum, gæti bílaleigan rukkað þig fyrir:

 • heilan aukadag ef þú skilar bílnum seint.
 • eldsneyti, plús gjald fyrir áfyllinguna
 • þrif á bílnum ef hann er mjög skítugur
 • nýjar skemmdir
Hvað geri ég ef bíllinn bilar, eða ef ég lendi í slysi?

Ef bíllinn bilar, skaltu hringja strax í neyðarnúmer bílaleigunnar. Þú finnur númerið í leigusamningum sem þú skrifaðir undir þegar þú náðir í bílinn.

Bílaleigan lætur þig vita hvað þú gerir næst.

Passaðu upp á öll skjöl sem þú færð.

Ef þú lendir í slysi, skaltu hringja í neyðarnúmer bílaleigunnar. Þú finnur númerið í leigusamningum sem þú skrifaðir undir þegar þú náðir í bílinn.

Hringdu í lögregluna til að tilkynna um slysið.

Bílaleigan mun biðja þig um að fylla út slysaskýrslu síðar.

Af hverju er bílaleigan að rukka mig?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að bílaleigan gæti rukkað þig beint.

Þegar þú nærð í bílinn, borgar þú bílaleigunni fyrir auka ökumenn og aukabúnað.

Ef þú velur að kaupa heildartryggingu Rentalcars.com, færð þú tryggingu frá okkur og þú borgar okkur þegar þú bókar. Ef þú velur að kaupa tryggingu hjá þjónustuborðinu þegar þú nærð í bílinn, færðu tryggingu hjá bílaleigunni og þú borgar þeim beint. Tryggingar á bílaleigubílum eru flóknar og við vitum að þær geta verið ruglandi. Lærðu meira um heildartryggingu Rentalcars.com.

Eftir að þú leigir, gæti bílaleigan rukkað þig fyrir áfyllingu eldsneytis, stöðumælasekta, sektir eða skemmdir á ökutækinu.

Bílaleigan ætti að skrá allan kostnað á skjölin sem þú færð (þó að sumar sektir og stöðumælasektir gætu komið seinna).

Ef þú skilur ekki skjölin sem þú fékkst, eða þú ert ekki viss um af hverju þú varst rukkuð(aður), skaltu hafa samband í [Eftir leigu] hlutanum hér að neðan og við kíkjum á málið.

Hvernig bý ég til aðgang?

Farðu í Innskráning á síðunni okkar og veldu Búa til aðgang-

Þú þarft bara netfang og lykilorð til að búa til aðgang. Við sendum þér tölvupóst til að sannreyna aðganginn.

Þegar búið er að setja upp aðgang, getur þú skráð þig inn og haldið utan um allar bókanir þínar.

Hvað ef ég vil ná í eða skila bílaleigubílnum utan venjulegs opnunartíma?

Við spyrjum þig hvenær þú vilt ná í og skila bílnum þegar þú leitar að bílnum. Síðan sýnum við þér bílana sem eru tiltækir þegar þú þarft bíl. Ef engir bílar eru tiltækir, stingum við upp möguleikum sem eru næstir því sem þú leitar að.

Ef áætlanir þínar breytast eftir að þú bókar getur þú breytt því hvenær þú nærð í bílinn og skilar honum á Skoða bókun og við sýnum þér hvað er tiltækt á nýju tímunum.

Sumar bílaleigur bjóða upp á þjónustu utan opnunartíma á sumum stöðum, en rukka fyrir hana. Aðrar bílaleigur og staðsetningar geta ekki boðið þjónustu utan opnunartíma.

Ef upp kemur eitthvað vandamál varðandi þjónustu utan opnunartíma sem er á bókuninni þinni, höfum við samband við þig.

Hvað gerist ef fluginu mínu seinkar eða ekki er flogið?

Ef þú bættir flugupplýsingum við bókunina þína, getur bílaleigan fylgst með fluginu þínu og gæti haldið bílnum í allt að klukkustund.

Ef fluginu seinkar og þú bættir ekki flugupplýsingum við bókunina, skaltu hringja í okkur í símanúmerið sem er á bókunarmiðanum eins fljótt og þú getur.

Rentalcars.com getur ekki tekið ábyrgð á vandamálum eða kostnaði sem kemur til vegna seinkunar á flugi og flugi sem er fellt niður.

Verð ég að borga inn á leiguna þegar ég næ í bílinn?

Já. Þegar þú nærð í bílinn þarftu að borga inn á bílinn hjá þjónustuborðinu ef bíllinn skyldi skemmast eða honum yrði stolið á meðan þú ert með hann í leigu. Upphæð innborgunarinnar verður tekin frá /fastsett tímabundið á kreditkorti aðalökumanns og henni haldið á meðan á leigunni stendur.

Eins lengi og þú kemur með bílinn óskemmdan til baka við lok leigunnar, verður losað um peninginn / honum skilað innan sjö virkra daga.

Ef ekki er nóg heimild á kreditkorti aðalökumanns fyrir innborguninni, getur verið að þú fáir ekki að taka bílinn - eða starfsfólkið á þjónustuborðinu gæti krafist þess að þú kaupir auka tryggingu frá þeim.

Þetta er venjulegt verklag hjá öllum bílaleigum.

Hvaða frekari tryggingar get ég keypt á þjónustuborðinu?

Mismunandi bílaleigur selja mismunandi gerðir aukatrygginga, en algengust er Ofurkaskótrygging Eftir fyrirtækjum getur ofurkaskótrygging:

 • Tryggt hluta bílsins sem falla ekki undir venjulega kaskótryggingu fyrirtækisins (t.d. rúður og hjólbarðar)
 • Lækkað sjálfsábyrgð – lækkar upphæðina sem þú myndir þurfa að borga ef þú skemmdir eitthvað sem fellur undir tryggingu bílsins
 • Lækkað sjálfsábyrgðina niður í núll, þannig að þú þyrftir ekki að skilja eftir innborgun þegar þú nærð í bílinn – eða borga neitt fyrir skemmd eða annað sem fellur undir tryggingu bílsins.