Skoðaðu Skilmála okkar og skilyrði

Rentalcars.com er viðskiptaheiti TravelJigsaw Limited sem er hlutafélag skráð á Englandi og í Wales (númer: 05179829) hvers skráða heimilisfang er að 100 New Bridge Street, London, EC4V 6JA. Eftirfarandi skilmálar og skilyrði, ásamt skilmálum og skilyrðum um notkun vefsíðu okkar, stefnu um persónuvernd og öryggismál, eru samkomulag okkar við þig, leigutakann, um þjónustu okkar við útvegun bílaleigubíls. Átt er við þessa þætti þegar talað er um „skilmála okkar“. Þessir skilmálar eiga við öll ákvæði þjónustu okkar að undanskildum öllum öðrum skilmálum og skilyrðum. Engin aðkoma Rentalcars.com skal vera háð öðrum skilyrðum. Samþykki vegna þjónustu eða undirskrift á samningum, verður talin fullgild sönnun fyrir samþykki leigutaka á þessum skilmálum. Rentalcars.com getur breytt skilmálunum og er leigutaka ráðlagt að skoða heimasíðu okkar til að kynna sér hvort eitthvað sem snýr að honum hafi breyst. Öll leiga á ökutækjum er háð skilmálum og skilyrðum hverrar bílaleigu fyrir sig og lögum þess lands eða ríkis þar sem leigan á sér stað. Sérstakar takmarkanir geta einnig átt við um leiguna.

Við útvegum leigutaka ökutæki beint, eða sem miðlun. Við erum í samstarfi við bílaleigurnar og erum háð framboði ökutækja hjá þeim.

Þessir skilmálar eiga við í hvert sinn er leigutaki bókar á þessari vefsíðu, eða í gegnum hana, og því ætti hann að kynna sér þá vandlega. Skilmálar okkar og skilyrði, sem og birgja okkar á hverjum stað, innihalda ýmsar undantekningar og takmarkanir á bótaskyldu.

Bókun leigutaka á þessari vefsíðu er háð því að hann samþykki skilmála okkar. Ef leigutaki samþykkir þá ekki, hvorki í heild né að hluta, skal hann ekki halda áfram með bókunina. Með því að leigutaki óski eftir að bóka ökutæki gegnum þessa vefsíðu, staðfestir hann að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmála okkar. Hafi leigutaki ekki skilið skilmálana að fullu eða hefur spurningar varðandi þá eða annað varðandi leiguna, er honum bent á að hafa samband við okkur í síma 539 0626.

Staðfesti bókunina og tek borgun.
Í flestum tilfellum staðfestum við bókunina þína strax. En stundum þurfum við að bíða eftir að bílaleigan staðfesti að bíll sé tiltækur. Við segjum þér strax ef þetta kemur upp og tökum peningana tímabundið frá á greiðslukortinu þínu. Um leið og þau staðfesta bílinn, látum við þig vita og tökum peningana af kortinu.

Þar til bíllinn er staðfestur getur þú 'ógilt‘ borgunina hvenær sem er. Ýttu bara á 'Skoða bókun‘ efst á síðunni, settu inn netfang og ýttu síðan á 'Hætta við bókun'. Við munum losa um peninginn á kortinu.

Örsjaldan kemur fyrir að fyrirtækið getur ekki staðfest að bíll sé tiltækur. Ef það gerist látum við þig vita og losum um peninginn á kortinu.

Þegar þú bókar bíl eða aðra vöru á síðunni okkar, munum við senda þér tölvupóst til að staðfesta að hann sé tiltækur innan 48 klukkustunda (eða, ef fyrr, a.m.k. 24 klukkustundum áður en þú nærð í bílinn). Við munum senda þér bókunarstaðfestingu.

Þú ert ekki með samning fyrr en við höfum staðfest bókunina og tekið borgun. Jafnvel þó einhver annar borgi, verður samningurinn við manneskjuna sem gerir bókunina, og við munum senda öll samskipti á heimilisfangið sem hún gefur upp. Til að koma í veg fyrir vafaatriði er ekkert í þessum skilmálum sem gefur nokkrum þriðja aðila nokkurn ávinning eða rétt samkvæmt Samninga (Réttur þriðja aðila) tilskipun 1999.

Vouchernum (leigusamningnum) þarf að framvísa hjá viðkomandi bílaleigu til að fá ökutækið afhent. Rentalcars.com er aldrei ábyrgt ef leigutaki fær ökutæki ekki afhent vegna þess að voucher (leigusamningi) er ekki framvísað.

Rentalcars.com er ekki ábyrgt fyrir neinum kröfum sem eru til komnar vegna undirritunar og samþykkis leigutaka á skjölum hjá bílaleigu á hverjum stað fyrir sig.

Rentalcars.com er ekki ábyrgt gagnvart neinum sem ekur undir áhrifum áfengis eða lyfja, veldur vísvitandi skemmdum, utanvegaakstri eða akstri af gáleysi. Leigutaki ber fulla ábyrgð í slíkum tilvikum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.

Hvað er innifalið í verðinu og hvað ekki?
Vinsamlegast lestu skilmálana og skilyrðin þar að lútandi.
*Í Kanada er ótakmarkaður kílómetrafjöldi leyfður þegar ferðast er um svæði (héruð/ríki) í nágrenni við afhendingarstað ökutækis.

# Stundum getur verið um undantekningar að ræða. Kannaðu það hjá pöntunardeild okkar.

Kaskótrygging
Kaskótrygging (CDW) minnkar ábyrgð leigutaka á heildarupphæð tjóns að því marki sem sjálfsábyrgð segir til um. Þó ekki í þeim tilfellum sem ökumaður veldur tjóni vísvitandi, er undir áhrifum áfengis eða lyfja eða notar ökutækið að öðru leyti á þann hátt sem er bannað, af gáleysi, svo sem með akstri utan vega eða leyfir óviðkomandi aðila að aka ökutækinu. Kaskótrygging bætir skaða á ökutækinu, hlutum þess og fylgihlutum. Á flestum afgreiðslustöðum nær kaskótryggingin ekki yfir rúðuþurrkur, hjólbarða, undirvagn, aukalæsingar, aukalykla og tjón sem stafar af því að ökutækið er dregið af eða dregur annað ökutæki. Fleiri undantekningar geta átt við og verið mismunandi milli birgja. Því mælum við með að leigutaki kynni sér vel hvaða tryggingaskilmálar gilda þegar hann fær ökutæki afhent.

Þjófnaðartrygging
Þjófnaðartrygging (TW) minnkar ábyrgð leigutaka ef ökutækinu er stolið eða það skemmt við tilraun til þjófnaðar, að því marki sem sjálfsábyrgð segir til um. Ef rekja má þjófnaðinn til vanrækslu af einhverju tagi, kann bílaleigan að krefjast fullrar greiðslu fyrir ökutækið.

MIKILVÆGT
Skoðaðu vandlega smáatriðin í tryggingaskilmálum bílaleigunnar. Það er ekki óalgengt að skyldmenni, nánustu fjölskyldumeðlimir eða aðrir sem hafa sama heimilisfang og leigutaki og ferðast með honum, séu undanskildir í tryggingunni. Viðbótartryggingar er oftast hægt að kaupa hjá viðkomandi bílaleigu ef leigutaki er ekki með þær í ferðatryggingu sinni. Til að losna við áhyggjur af slíku, mælir Rentalcars.com eindregið með því að leigutaki kynni sér vandlega hvað er innifalið í tryggingu hverrar bílaleigu og verði sér úti um nauðsynlegar tryggingar eftir því sem við á.

Slysatrygging
Þessi valfrjálsa trygging kann að vera innifalin í ferðatryggingu leigutaka (athugaðu það áður en lagt er af stað). Ef leigutaki vill slysatryggingu (Personal Accident Insurance), er hægt að verða sér úti um hana hjá viðkomandi bílaleigu þegar ökutækið er sótt.

Tryggingar Rentalcars.com með undanþágu
Þegar þú færð bílinn þinn afhentan gerir bílaleigufyrirtækið kröfu um að þú leggir fram tryggingagjald ef ske kynni að bíllinn yrði fyrir tjóni á meðan leigutímabil varir. Svo lengi sem þú kaupir eina af okkar tryggingum með undanþágu áður en leigutímabilið hefst munum við veita undanþágu frá skaðabótaskyldu þinni (og endurgreiða þér) fyrir gjöld sem tekin eru af tryggingagjaldi/sjálfsábyrgð þinni, háð þeim skilmálum sem hér er lýst.
Viðskiptavinum sem gera nýjar bókanir er boðið upp á heildartryggingu og topp tryggingu. Báðar ná yfir kostnað vegna skemmda á ytra byrði bílaleigubílsins eða vélarhluta, þ.m.t. yfirbygging, þak, undirvagn, framrúða, gluggar, speglar, felgur, dekk, hjólkoppar, vél, kúpling, rafgeymir og læsingar.
Að auki nær Heildartrygging og Viðbótartrygging yfir:

 • bindingagjöld (vegna tekjutaps á meðan bíllinn er í viðgerð eða ekki er hægt að leigja hann út)
 • gjöld fyrir vegaaðstoð sem eru afleiðing bilunar eða slyss
 • gjöld sem tengjast því beint að komast ekki inn í bílinn því hann er læstur eða vegna þess að lykillinn týnist
 • upphæðin sem bílaleigufyrirtækið innheimtir sem stafar af því að krafa er gerð til þjófnaðartryggingu bílsins
 • umsýslugjöld bílaleigufyrirtækisins sem tengjast einhverjum þessara punkta.
Athugið: Viðbótartrygging er boðin viðskiptavinum sem leigja bíl með kaskótryggingu með undanþágu og engri sjálfsábyrgð.
Tryggingar okkar með undanþágu ná ekki yfir:
 • viðgerðir ekki samþykktar af bílaleigufyrirtækinu
 • ræstingagjöldum eða tjóni á innra byrði bílsins (nema ef slíkt orsakast af árekstri)
 • tjóni / missi á barnabílstólum, GPS-tækjum eða öðrum aukabúnaði
 • kostnað sem stofnað er til undir kringumstæðum sem brjóta gegn skilmálum leigusamningsins (til dæmis gáleysisakstri, rangt eldsneyti er sett á bílinn eða ef ekið er undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.).
Viðskiptavinum sem gera nýjar bókanir verður ekki lengur boðið upp á Endurgreiðslu sjálfsábyrgðar og Tryggingu fyrir skemmdum, en við munum virða kröfur frá fólki sem þegar hefur keypt þessar tryggingar. Þessar tryggingar munu aðeins ná yfir skemmdir sem kaskótrygging nær yfir (eins og útlistað er af bílaleigunni við afhendingu bíls).

 

Heildartrygging RentalCover
Ef þú kaupir heildartryggingu, mun RentalCover.com senda þér tryggingarskjölin í tölvupósti. Vinsamlegast hafðu samband við RentalCover.com beint ef þú vilt að þeir endursendi tölvupóstinn eða sendi þér prentað eintak.

Krafa vegna Rentalcars.com tryggingar með undanþágu
Til að gera kröfu til einnar af tryggingar okkar með undanþágu skaltu hafa samband við þjónustuverið innan 28 daga frá skilum á bílnum. Þú munt þurfa:

 • Skjöl sem þú fékkst þegar þú sóttir og skilaðir bílnum, sem sýna skýrt fram á nýja tjónið sem bílaleigan rukkar þig um.
 • Sönnun á viðgerðarkostnaði frá bílaleigunni.
 • Sönnun á því að bílaleigan hafi tekið greiðslu af kortinu þínu.
 • Tjónaskýrslu bílaleigunnar
 • Lögregluskýrslu, ef það á við

Við miðum að því að greiða innan 7 daga frá því við höfum móttekið öll nauðsynleg gögn.

Ef þriðji aðili hefur átt hlut að máli í slysinu krefjumst við staðfestingar frá bílaleigunni um að úrskurðað hafi verið um hver beri ábyrgð á slysinu (og að gengið hafi verið frá lagalegum málum) áður en við getum unnið úr kröfunni þinni.

Allar greiðslur fara inn á kortið sem notað var til að greiða fyrir trygginguna frá Rentalcars.com (ekki endilega kortið sem notað var til að greiða hjá bílaleigunni).

Gjöld vegna þjónustu utan afgreiðslutíma
Á flestum flugvöllum eru bílar afgreiddir utan venjulegs opnunartíma. Hins vegar kann að vera gjald fyrir þessa þjónustu sem þarf að greiða viðkomandi bílaleigu. Við ráðleggjum leigutaka að kanna hvort slíkt gjald eigi við þegar hann ákveður afhendingartíma í bókuninni. Ef töf á flugi veldur því að afhendingartími fellur utan venjulegs afgreiðslutíma, verður krafist aukagjalds á staðnum, ef þjónustan er á annað borð fyrir hendi. Rentalcars.com tekur ekki á sig neinar skyldur ef afhendingartími utan venjulegs afgreiðslutíma er ekki til staðar og því er leigutaka ráðlagt að kaupa eigin ferðatryggingu.

Aldursmörk
Á flestum stöðum er lágmarksaldur ökumanns 21 árs. Aukagjöld geta átt við hjá ákveðnum birgðasölum og í ákveðnum löndum fyrir ökumenn undir 25 ára aldri og eldri en 65 ára. Þegar réttur aldur ökumanns hefur verið settur inn með bókunarbeiðninni gefum við þér upp líkleg gjöld. Vinsamlegast kynntu þér og lestu gaumgæfilega skilmála og skilyrði fyrir takmarkanir á lágmarks- og hámarksaldri. Takmarkanir á lágsmarksaldri fyrir stærri bílaflokka geta aukist á ákveðnum stöðum. Vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá bókunarmiðstöð okkar ef þú, leigutakinn, hefur einhverjar spurningar varðandi þetta atriði.

Aukabílstjórar
Víða eru sérstök gjöld vegna aukabílstjóra og eru þau greidd við afhendingu ökutækis (nema annað sé tekið fram á vouchernum frá Rentalcars.com). Kynntu þér málið hjá pöntunardeild okkar.

Leigutími - útreikningur
Leigutími reiknast út frá 24 klukkustunda viðmiði. Ef leigutaki óskar eftir framlengingu á leigunni eða skilar ökutækinu seinna en leigusamningur kveður á um, mun birgirinn innheimta gjald fyrir það samkvæmt sinni gjaldskrá (sem kann að vera mun hærri en í gildandi leigusamningi).

Skilað snemma/Framlenging leigu
Leigutími grundvallast á afhendingar- og skilatímanum sem fram kemur á vouchernum. Verðið er staðfest við bókun og byggist á 24 klukkustunda einingum. Ef leigutaki óskar að framlengja leigutímann eftir afhendingu ökutækis eða skila því síðar en voucherinn kveður á um, þarf að semja um það við viðkomandi bílaleigu. Verð fyrir slíkar breytingar er samkvæmt gjaldskrá bílaleigunnar og kann að vera hærra en okkar. Rentalcars.com getur því miður ekki endurgreitt leigu ef ökutæki er skilað fyrir lok leigutíma.

Skilastaður annar en afhendingarstaður
Ef leigutaki vill skila ökutæki á öðrum stað en hann fékk það afhent, þarf það að koma fram við bókun og skilagjalds (one way fee), sem greiða þarf á afgreiðslustað, kann að vera krafist af bílaleigunni. Þegar leigutaki óskar eftir að bóka, upplýsum við hann um skilagjald, sé það til staðar.

Barnabílstólar og sérstakar óskir
Barnabílstóla, toppgrindur (ekki fáanlegar á öll ökutæki) og aðra aukahluti er yfirleitt hægt að fá á flestum afgreiðslustöðum. Í flestum ríkjum Bandaríkjanna eru barnabílstólar lögbundnir. Fyrir aukahluti þarf venjulega að greiða hjá viðkomandi bílaleigu. Athugaðu að í sumum ökutækjum eru ekki öryggisbelti í aftursætum. Hægt er að kynna sér þessi atriði hjá pöntunardeild okkar. Óska skal eftir aukahlutum þegar bókað er.

Afgreiðslugjald
Þegar ökutæki er afhent utan hefðbundins afgreiðslutíma, getur leigutaki þurft að greiða bílaleigunni sérstakt afgreiðslugjald, jafnvel þótt ástæðan sé seinkun á flugi. Víða bjóða bílaleigur upp á að afhenda eða sækja ökutæki við hótel, oftast gegn gjaldi. Ef slíks er óskað, þarf að gefa upp heimilisfang og tíma þegar bókað er. Athugaðu að ökutæki eru ekki afhent við einkaheimili.

Hvert má aka?
Vissar takmarkanir geta gilt um það hvenær má fara með ökutæki yfir landamæri. Þegar leigutaki pantar bíl, skal hann því láta pöntunardeild okkar vita ef hann ætlar að aka úr einu landi í annað. Viðbótargagna kann að vera krafist, sem og sérstaks gjalds ef ferðast er til ákveðinna landa. Slíkt gjald er innheimt af bílaleigunni á staðnum. Vissar takmarkanir eiga stundum við í Ástralíu og á mjög afskekktum svæðum. Pöntunardeild okkar veitir upplýsingar þar að lútandi.

Ef leigutaki óskar að breyta bókun
Ekkert gjald er fyrir að breyta pöntun fyrir afhendingu ökutækis. Vissar breytingar eru þó undanskildar, svo sem lengd leigutíma og breyting á bílaflokki. Ef nafni ökumanns eða afhendingarstað er breytt, getur þurft að aflýsa bókuninni og bóka upp á nýtt. Ef leigutaki vill afbóka skal hann hafa samband í síma 539 0626, gefa upp nafn og tilvísunarnúmer, og við munum hafa samband við bílaleiguna. Skilmálar og skilyrði birgja eru mismunandi og munu koma greinilega fram í bókunarferlinu.

Ef við breytum bókun
Í einstaka tilfellum getur verið nauðsynlegt að breyta bókun leigutaka (með hans samþykki), annað hvort af okkur eða bílaleigunni. Í slíkum tilvikum er leigutaki látinn vita eins fljótt og hægt er og ef hann telur breytingarnar óásættanlegar býðst honum full endurgreiðsla. Við þær kringumstæður berum við hins vegar enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tapi sem kann að hljótast af breytingunum.

Gögn
Voucher er venjulega sendur til leigutaka innan tveggja sólarhringa frá því að beiðni berst um bókun ef nauðsynlegar upplýsingar hafa verið gefnar, þ.e. flugnúmer og komutími eða heimilisfang og símanúmer. Athugaðu að lengri tíma getur þurft til að staðfesta ákveðnar gerðir ökutækja og leigutaki verður látinn vita ef svo er. Rentalcars.com er hvorki ábyrgt fyrir leigugjaldi sem krafist er á afgreiðslustað né ef leigu er hafnað vegna þess að leigutaki hefur voucher ekki meðferðis. Leigutaki þarf einnig að framvísa gildu ökuskírteini og vegabréfi ef við á. Kannaðu hjá pöntunardeild okkar hvort annarra gagna er krafist.

Ökuskírteini
Ökumenn þurfa að framvísa gildum ökuskírteinum og hafa haft ökuréttindi í að minnsta kosti eitt ár (tvö ár á ákveðnum stöðum). Ef einhverjar spurningar vakna varðandi ökuréttindin, er rétt að hafa samband við pöntunardeildina áður en ökutæki er sótt. Ef ökumenn hafa verið sviptir ökupunktum, er skylt að láta pöntunardeildina vita og Rentalcars.com áskilur sér rétt til að hafna leigu á þeim grunni ef skilmálar og skilyrði birgja okkar kveða svo um. Allir ökumenn skulu hafa ökuskírteini sín handbær meðan á leigutíma stendur. Engin endurgreiðsla fæst vegna leigu sem er hafnað af birgjum okkar, á þeim forsendum að ökuskírteini vantar eða ekki er greint frá ökupunktum. Athuga skal að alþjóðlegt ökuskírteini kemur ekki í stað hefðbundins ökuskírteinis. Þó notað sé alþjóðlegt ökuskírteini, er gilt ökuskírteini aðalökumanns eftir sem áður nauðsynlegt til að leigja ökutæki.

Uppfærsla fyrir bresk ökuskírteini: Frá 8. júní 2015 gætir þú þurft að hafa með þér önnur gögn þegar þú færð bílinn afhentan. Fá frekari upplýsingar

Farþegafjöldi og gerð ökutækis
Öll ökutæki eru tryggð miðað við hámarksfjölda farþega. Rentalcars.com er ekki ábyrgt ef fjöldi farþega og farangurs er ekki í samræmi við ökutækið. Á heimasíðu Rentalcars.com má finna upplýsingar um farþegafjölda í hverjum bílaflokki. Rentalcars.com er ekki ábyrgt ef leigu er hafnað þegar kemur að afhendingu ökutækis, á þeirri forsendu að of margir séu í bílnum.

Rentalcars.com getur ekki ábyrgst ákveðna gerð eða tegund ökutækis. Ökutækið sem sýnt er á vouchernum er aðeins leiðbeinandi og getur verið skipt út fyrir annað svipað eða stærra.

Ökuhæfni
Bílaleigur áskilja sér rétt til að neita að afhenda einstaklingi ökutæki ef þær telja hann óhæfan til að aka eða álíta hann ekki uppfylla nauðsynleg hæfnisskilyrði. Rentalcars.com er ekki ábyrgt vegna annarrar ferðatilhögunar, neins konar endurgreiðslu, bóta eða annars kostnaðar sem leigutaki kann að verða fyrir af þessum sökum.

Kvartanir
Ef leigutaki er á einhvern hátt ósáttur við ástand ökutækisins þegar hann fær það afhent, skal hann láta bílaleiguna vita samstundis. Það er erfitt fyrir Rentalcars.com að meta ökutækið ef það er ekki gert í upphafi leigutíma. Ef leigutaki er ósáttur með eitthvað varðandi leiguna, er honum bent á að hafa samband við þjónustudeild okkar innan þriggja mánuða frá því að hann skilaði ökutækinu.

Það gæti komið fyrir að þér fyndist eins og ekki hafi verið leyst nægilega vel úr kvörtun þinni. Ef þú ert ekki ánægð/ur með lausn okkar á kvörtuninni, getur þú tekið hana til sjálfstæðs aðila sem sérhæfir sig í að leysa ágreining (Alternative Dispute Resolution (ADR)); „Small Claims Mediation (UK) Limited (http://www.small-claims-mediation.co.uk/)“ er viðurkennt af borgararáði sáttaumleitanna (Civil Mediation Council) og skráð á lista dómsmálaráðuneytisins yfir þá sem bjóða sáttaumleitanir, sem finna má á netinu. Þar sem við leggjum okkur fram við að leysa sjálf úr öllum ágreiningi erum við ekki skyldug til að leita til sjálfstæðs aliða sem sérhæfir sig í að leysa ágreining. Þú getur notað vettvang á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að leysa úr kvörtun þinni, en hann er að finna á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

 

Bilun/Óhapp
Ef ökutækið bilar eða eitthvað virkar ekki sem skyldi, skal leigutaki strax hafa samband við bílaleiguna. Bílaleigan þarf að gefa samþykki fyrir við viðgerð eða útvegun annars ökutækis. Ef leigutaki lendir í óhappi eða slysi, VERÐUR samstundis að hafa samband við lögreglu og viðkomandi bílaleigu. Leigutaki skal halda eftir afriti af öllum skjölum sem hann er beðinn um að undirrita. Þeirra kann að vera þörf vegna hugsanlegra tryggingakrafna.

Leiga ökutækis er háð skilmálum og skilyrðum um ökutækjaleigu hjá sérhverri bílaleigu og lögum þess lands og/eða ríkis þar sem leigan á sér stað. Leigutaki er því bæði háður skilmálum og skilyrðum okkar og birgjanna. Rentalcars.com er ekki ábyrgt gagnvart skaða, skemmdum, töfum eða breytingum sem stafa af neinu af eftirtöldu: innanlandsátökum, vinnudeilum (t.d. vegna flugumferðastjórnar), hermdarverkum, náttúruhamförum, kjarnorkuslysum, eldsvoðum, veðurskilyrðum, ófyrirsjáanlegum tæknilegum erfiðleikum, lokun eða töfum á flugvöllum og höfnum, aflýsingu flugferða eða fjárhagslegum erfiðleikum flugfélaga.

Almennar upplýsingar og skilmálar

Skilmálar samnings þíns við Rentalcars.com
Hvort sem leigutaki kýs að bóka á heimasíðu okkar eða í gegnum síma, er mikilvægt að hann skilji hvernig og hvenær samningur verður til. Tæknilegu þrepin sem þarf til að mynda samning eru eftirfarandi:
Þegar við gerum verðtilboð gegnum síma eða bjóðum fram þjónustu á heimasíðu okkar, gerum við leigutaka kleift að ganga að tilboði. Leigutaki samþykkir tilboðið annað hvort með símtali eða með því að smella á „Bóka núna“.

Leigutaki hefur lýst vilja sínum til að þiggja tilboð okkar er hann hefur smellt á „Bóka núna“ eða með símtali. Rentalcars.com staðfestir tilboðið þegar full greiðsla hefur borist og sendir leigutaka voucher til staðfestingar. Rentalcars.com er umboðsaðili leigutaka gagnvart bílaleigunni og staðfestir því leiguna.

Rentalcars.com er ábyrgt fyrir tjóni sem leigutaki verður beinlínis fyrir vegna þess að fyrirtækið brýtur ákvæði samningsins, ef tjónið er augljóslega afleiðing brotsins. Rentalcars.com er ekki ábyrgt gagnvart óbeinu tjóni vegna hliðarverkana af megintjóninu og ekki er fyrirsjáanlegt af leigutaka og Rentalcars.com. Rentalcars.com er heldur ekki ábyrgt fyrir minni ágóða, töpuðum tækifærum og /eða velvilja eða öðru afleiddu tjóni, skemmdum eða kostnaði.

Rentalcars.com skal ekki vera ábyrgt á nokkurn hátt í gegnum bílaleigufyrirtækin ef þau uppfylla ekki skyldur sínar, eða draga að uppfylla þær, samkvæmt þessari bókun, vouchernum, pöntun, leigu eða skilmálum og skilyrðum, ef og að svo miklu leyti sem framkvæmd dregst, er hindruð eða komið í veg fyrir af óviðráðanlegum ytri öflum og má telja í öllu falli utan valdsviðs viðkomandi aðila. Í því tilviki að áhrif óviðráðanlegra ytri afla standa í meira en 14 daga samfellt, getur Rentalcars.com rift bókun, pöntun eða leigu með 14 daga fyrirvara og endurgreitt leigutaka þá upphæð sem reidd var af hendi áður en fyrrgreindra áhrifa gætti.

Rentalcars.com hefur rétt til að rifta bókun með skömmum eða engum fyrirvara undir ákveðnum kringumstæðum, svo sem vegna gjaldþrots bílaleigu. Rentalcars.com mun alltaf gera sitt besta til að útvega ökutæki að óskum leigutaka en á háannatímum er slíkt ekki alltaf mögulegt. Ef viðskiptavinur hefur greitt leigu að fullu fyrirfram, lætur Rentalcars.com hann vita minnst tveimur sólarhringum fyrir upphaf leigutíma ef ekki tekst að útvega ökutæki og endurgreiðir leiguna. Ef svo ólíklega vill til að viðskiptavinur sem hefur greitt leigu að fullu fyrirfram, er látinn vita innan tveggja sólarhringa fyrir upphaf leigutíma að ekki takist að útvega ökutæki, mun Rentalcars.com endurgreiða leiguna og annan fyrirsjáanlegan kostnað sem viðskiptavinurinn verður fyrir vegna brots fyrirtækisins á samningnum. Ef viðskiptavinur hefur greitt innborgun vegna pöntunar og Rentalcars.com lætur hann vita sjö sólarhringum fyrir upphaf leigutíma að ekki takist að útvega ökutæki, mun Rentalcars.com endurgreiða innborgunina. Ef viðskiptavinur hefur greitt innborgun vegna pöntunar og Rentalcars.com lætur hann vita innan sjö sólarhringa fyrir upphaf leigutíma að ekki takist að útvega ökutæki, mun Rentalcars.com endurgreiða innborgunina og annan fyrirsjáanlegan kostnað sem viðskiptavinurinn verður fyrir vegna brots fyrirtækisins á samningnum.

Skilmálar um notkun vefsíðunnar
Það er á allan hátt óheimilt að nota hvers kyns tæki og hugbúnað til að tengjast þessari vefsíðu eða gera tilraun til þess, sömuleiðis að nálgast innihald hennar og gögn, þar með talið upplýsingar um verð. Það er einnig óheimilt að trufla eðlilega virkni vefsíðunnar eða gera tilraun til þess. Öllu sem veldur óeðlilegu álagi á tölvukerfi okkar verður eytt. Við fylgjumst stöðugt með allri umferð um vefsíðuna og öllu því sem á einhvern hátt reynir að afla óeðlilegra upplýsinga er eytt og meinaður aðgangur að síðunni. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú skilmála um notkun hennar.

Gagnavörn - Persónuupplýsingar
Öryggismál
Allar persónu- og kreditkortaupplýsingar fara um öryggisnetþjón (a secure server using 128-bit encryption) til að verja þær. Vafrinn þinn mun gefa til kynna að að þú notir öruggan netþjón þegar læstur hengilás sést neðst á skjánum. Þessi öryggisþáttur er aðeins virkur á þeim vefsíðum sem hægt er nálgast persónu- og greiðsluupplýsingar.

Gagnavörn - Persónuupplýsingar
Kreditkort
Kreditkortaupplýsingar viðskiptavina eru dulkóðaðar og vistaðar í gagnagrunni á Application servers og Database servers og síðan umritaðar þegar bókun er sýnd í bókunarkerfinu. Aðeins starfsfólk tölvudeildar hefur aðgang að gagnagrunninum og jafnvel þótt gagnagrunnurinn tapist eða skaðist, eru kreditkortanúmerin dulkóðuð eftir sem áður. Eina svæðið til viðbótar sem geymir gögn um kreditkort er „the Server logs á the Application servers“. Við geymum 31 dag af „Logs“, og „Logs“ eldri en þriggja daga gömul eru „compressed“ í aðskildar skrár sem varðar eru með aðgangsorði.

Gagnavörn – Persónuupplýsingar
Nöfn viðskiptavina og heimilisföng, bókunarupplýsingar og netföng, eru geymd í gagnagrunni á the Application servers og the Database servers. Þessum gögnum er aldrei miðlað til annarra, þau notuð af öðrum eða seld til nokkurs aðila utan Rentalcars.com án samþykkis viðkomandi. Nöfn viðskiptavina og netföng eru notuð af sölu- og markaðsdeild okkar til að senda kynningartilboð, fylgja verðtilboðum eftir og senda sérstök tilboð gegnum Dream Mail email system (http://www.epsilon.com)

Umsagnir viðskiptavina
Umsagnir sem gerðar hafa verið má hlaða upp á heimasíðu okkar með það eina að markmiði að upplýsa viðskiptvini á skoðun þinni á þjónustu og gæðum bílaleigunnar. Hana getur Rentalcars.com notað að hluta, eða í heild sinni, á heimasíðunni, samfélagsmiðlum, fréttabréfum, sérstökum kynningum, farsímaforritum eða öðrum leiðum sem eru í eigu, hýst eru eða stjórnað er af Rentalcars.com. Rentalcars.com áskilur sér rétt til að aðlaga, hafna eða fjarlægja umsagnir að eigin vild.

Umsagnir endurspegla persónulegar skoðanir viðskiptavina Rentalcars.com sem fylltu út könnunina eftir að bílaleigu lauk. Skoðanirnar endurspegla ekki endilega skoðanir Rentalcars.com.

Þessir skilmálar eru í samræmi við ensk lög og enskir dómstólar hafa einir lögsögu varðandi þá.

Vernd undir pakkaferðareglum

Ef þú bókar viðbótarferðaþjónustu fyrir ferðina eða fríið í gegnum hlekk af staðfestingarsíðu okkar nýtur þú ekki þeirra réttinda sem gilda fyrir pakkaferðir samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, 2015/2302/EU.

Þar af leiðandi ber TravelJigsaw Limited ekki ábyrgð á frammistöðu þessara viðbótarferðaþjónusta. Hafðu samband við viðkomandi þjónustuveitanda ef upp koma vandamál.

Ef þú bókar aukalega ferðaþjónustu í gegnum þessa vefsíðu innan sólarhrings frá því þú fékkst staðfestingu á bókuninnni frá TravelJigsaw Limited og sú viðbótarþjónusta er 25% eða meira af heildarandvirði beggja bókana verður sú ferðaþjónusta hluti af ferðatilhögun sem tengd er við bókunina. Í því tilfelli veitir TravelJigsaw Limited þér vernd eins og krafist er samkvæmt Evrópulöggjöf, í formi endurgreiðslna á greiðslum þínum til TravelJigsaw Limited fyrir óveitta þjónustu í tilfelli gjaldþrots TravelJigsaw Limited. Vinsamlegast athugaðu að þetta felur ekki í sér endurgreiðslu í tilfelli gjaldþrots viðkomandi þjónustuaðila.
TravelJigsaw Limited hefur tekið út gjaldþrotstryggingu hjá Travel & General Insurance Services Limited (t&g), skráningarnr. 02527363 og tryggð af Hiscox Insurance Company Limited (Hiscox), skráningarnr. 00070234. t&g og Hiscox starfa með leyfi frá og undir eftirliti Breska fjármálaeftirlitsins (Financial Conduct Authority og Prudential Regulation Authority) (nr. 113849).

Ferðalangar geta haft samband við þessa stofnun, eða þar sem við á, tryggingakröfuaðstoð hjá viðeigandi aðilum í síma 01702 811397 (Afrit af tryggingunni er fáanlegt biðji handhafi tryggingarinnar um það) ef þjónustunni er neitað vegna gjaldþrots TravelJigsaw Limited.
Vinsamlegast athugið: Þessi gjaldþrotstrygging nær ekki yfir þá samninga sem gerðir eru við aðra aðila en TravelJigsaw Limited sem geta enn staðið þrátt fyrir gjaldþrot TravelJigsaw Limited.
Tilskipun Evrópusambandsins 2015/2302 (EU) eins og hún birtist í landslögum http://www.legislation.gov.uk/ukdsi/2018/9780111168479/data.html.