Skoðaðu Skilmála okkar og skilyrði

Rentalcars.com er viðskiptaheiti Booking.com Transport Limited, sem er hlutafélag skráð á Englandi og í Wales (númer: 05179829), með skráð heimilisfang að 100 New Bridge Street, London, EC4V 6JA. Þessi ákvæði og skilmálar, auk persónuverndaryfirlýsingar okkar og yfirlýsingar um vafrakökur, eru samningur okkar við þig um bílaleiguþjónustu okkar. Til að taka af allan vafa vísar „þú“ til aðalökumanns, einstaklingsins sem greiðir fyrir leiguna og/eða einstaklingsins sem annast bókunina. Athugaðu að „þú“ kann að vísa til fleiri en eins einstaklings, enda gildir samningurinn um alla aðila, en samskipti okkar vegna staðfestrar bókunar eru aðeins við aðalökumanninn. Saman nefnist þetta „skilmálar okkar“. Þessi skilmálar eiga við alla samninga vegna þjónustu okkar og útiloka öll önnur ákvæði og skilmála. Ekkert sem Rentalcars.com gerir skal teljast fela í sér samþykki nokkurra annarra skilmála. Samþykki á þjónustunni eða undirritun samnings skal teljast staðfesting á samþykki þínu á þessum skilmálum. Skilmálarnir kunna að taka breytingum öðru hverju og mælt er með því að þú skoðir vefsvæðið til að kanna hvort einhverjar breytingar á skilmálum eigi við um þig. Leiga þín á bíl er háð ákvæðum og skilmálum bílaleigufyrirtækisins um bílaleigu og þar að lútandi lögum þess lands og/eða landsvæðis þar sem leigan fer fram. Einstakar takmarkanir kunna einnig að eiga við um leigu þína á bíl.

Við afhendum þér bíl, ýmist beint eða í gegnum umboðsaðila. Hlutverk okkar fer eftir sambandi okkar við bílaleigufyrirtækið.

Skilmálarnir eiga við um allar bókanir þínar hjá okkur á eða í gegnum þetta vefsvæði svo þú skalt vera viss um að þekkja efni þeirra. Bæði skilmálar okkar og skilmálar bílaleigufyrirtækjanna sem við störfum með fela í sér undantekningar og takmarkanir á bótaábyrgð.

Samþykki á skilmálum okkar er skilyrði fyrir bókun á þessu vefsvæði. Ef þú samþykkir ekki einhvern hluta þeirra getur þú ekki haldið áfram með bókunina. Með því að staðfesta að þú viljir bóka bíl á þessu vefsvæði gefur þú til kynna að þú hafir lesið, skilið og samþykkt skilmálana okkar. Ef þú skilur ekki einhvern hluta þeirra að fullu, eða ef þú hefur spurningu um leigu á bíl eða einhverja aðra þjónustu, skaltu hafa samband.

Staðfesting á bókun og móttaka greiðslu
Í flestum tilfellum staðfestum við bókun þína samstundis í gegnum netfangið sem notað var við bókunina. Stundum þurfum við að bíða eftir að bílaleigufyrirtækið staðfesti að bíll sé tiltækur. Við látum þig tafarlaust vita ef þetta gerist og lokum fyrir kortafærsluna tímabundið. Um leið og staðfesting hefur fengist á bílnum þínum látum við þig vita og innheimtum greiðsluna af kortinu.

Þú getur „ógilt“ greiðsluna hvenær sem er þar til bílinn er staðfestur. Smelltu einfaldlega á „Stjórna bókun“ efst á vefsvæðinu, sláðu inn netfangið sem gefið var upp í bókuninni og pöntunarnúmerið og smelltu svo á „Hætta við bókun“. Við opnum þá fyrir peningana á kortinu.

Í einstaka tilfellum getur bílaleigufyrirtæki ekki staðfest hvort bíll sé tiltækur. Ef það gerist látum við þig vita og opnum fyrir kortafærsluna.

Þegar þú bókar bíl eða aðra vöru á vefsvæði okkar sendum við þér tölvupóst til að staðfesta tiltækileika innan 48 klukkustunda (eða minnst 24 klukkustundum fyrir afhendingartíma). Að því loknu sendum við þér bókunarstaðfestingu.

Samningur tekur ekki gildi fyrr en við höfum staðfest bókunina og tekið við greiðslu. Við sendum öll samskipti á netfangið sem gefið var upp við bókun. Til að taka af allan vafa skal tekið fram að ekkert í skilmálum þessum veitir þriðju aðilum nokkurn ábata eða réttindi samkvæmt lögum um samninga frá 1999 (réttindi þriðju aðila).

Nákvæmni upplýsinga
Við leitumst við að tryggja nákvæmni upplýsinganna á þessu vefsvæði, en hvorki við né hlutdeildarfélög, birgjar eða umboðsaðilar okkar getum borið ábyrgð á nákvæmni slíkra upplýsinga. Það er algjörlega á þína ábyrgð að meta hvort upplýsingarnar á þessu vefsvæði séu nákvæmar, heildstæðar og fullnægjandi.

Framvísa þarf „voucher/eVoucher“ frá Rentalcars.com hjá bílaleigunni þegar bílaleigubíllinn er sóttur. Við erum ekki ábyrg ef leigu er hafnað ef „voucher/eVoucher“ er ekki framvísað.

Við tökum ekki ábyrgð á gjöldum sem stofnað er til sökum skjala sem hafa verið undirrituð og samþykkt við afgreiðsluborð bílaleigunnar.

Við berum ekki ábyrgð vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða lyfja, vísvitandi skemmda, utanvegaaksturs eða gáleysislegs aksturs. Þú berð alla ábyrgð hvað slíkar kröfur varðar. Þessi listi er ekki tæmandi.

Hvað er innifalið / ekki innifalið í verðinu?
Lestu sérstöku ákvæðin og skilmálana um leigu þína á bílnum, sem þú sérð í bókunarferlinu.

Eldsneyti og tryggingagjöld í afgreiðslu bílaleigunnar
Flest bílaleigufyrirtæki krefjast þess að greitt sé tryggingagjald við upphaf leigunnar vegna umframbótaábyrgðar, mögulegra gjalda sem stofnað er til á leigutímanum og, í sumum tilfellum, vegna eldsneytis. Til þess að greiða tryggingagjaldið þarf yfirleitt gilt kreditkort með nægri úttektarheimild. Kortið verður að vera á nafni aðalökumanns. Athugaðu að ekki taka öll bílaleigufyrirtæki við sömu tegundum greiðslukorta. Þú skalt lesa kaflann „Mikilvægar upplýsingar“ þegar þú bókar og/eða gerir samning um leigu á bíl til að athuga við hvaða kortum er tekið. Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Ef bílnum og fylgihlutum er skilað í sama ástandi og við upphaf leigutíma, og í samræmi við eldsneytisreglur, er tryggingagjaldið endurgreitt þegar bílnum hefur verið skilað (athugaðu að það geta liðið allt að 30 dagar þar til féð er lagt inn á kreditkortið).

Sumar bílaleigur fara fram á að bílnum sé skilið með jafnmiklu eldsneyti á tankinum og við afhendingu. Stefna annarra er að þú kaupir fyrsta eldsneytistankinn og mátt skila bílnum með tóman tank. Í því tilfelli er ekki víst að endurgreitt sé fyrir ónotað eldsneyti.

Þegar bílaleigufyrirtæki innheimtir gjald vegna eldsneytis kann verðið að vera hærra en á bensínstöðvum.

Þjónusta utan opnunartíma
Í flestum flugvallarútibúum er afgreiðsla bíla utan opnunartíma ef flugvél lendir á þeim tíma. Ef til vill þarf þó að greiða aukagjald fyrir þessa þjónustu, sem greiðist beint til bílaleigufyrirtækisins. Við látum þig vita hvort um gjald er að ræða þegar þú staðfestir afhendingartíma í bókunarbeiðninni. Þurfi að sækja bíl utan venjulegs afgreiðslutíma bílaleigunnar vegna seinkunar á flugi kann bílaleigan að samþykkja að veita þjónustu utan opnunartíma og lætur þá vita af gjöldum sem við eiga. Við tökum enga frekari ábyrgð ef þjónusta utan opnunartíma er ekki tiltæk og mælum því með því að þú kaupir aukalega ferðatryggingu. Bílaleiguafgreiðslur utan flugvalla kunna einnig að veita þjónustu utan opnunartíma.

Hámarks-/lágmarksaldur
Á flestum stöðum er lágmarksaldur ökumanns 21 árs. Hjá tilteknum bílaleigufyrirtækjum, og í tilteknum löndum, kunna aukagjöld að vera innheimt ef ökumenn eru yngri en 25 ára eða eldri en 65 ára. Þegar réttur aldur ökumanns er gefinn upp í bókunarbeiðninni látum við vita af öllum mögulegum gjöldum. Sums staðar kann að vera hærri lágmarksaldur fyrir stærri bíla. Hafðu samband við samskiptamiðstöðina okkar ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir um þetta.

Aukaökumenn
Gjöld kunna að vera innheimt vegna aukaökumanna í afgreiðslu bílaleigunnar (nema annað sé tekið fram á „voucher/eVoucher“ frá Rentalcars.com). Hafðu samband við samskiptamiðstöðina okkar.

Útreikningur á daggjöldum / leigutímabil / framlenging leigutímabils / skil of seint
Bílaleiguverðið er staðfest við bókun og reiknað út miðað við sólarhringstímabil. Ef þú vilt framlengja leigutímann eftir að hafa sótt bílinn eða skilar bílnum síðar en tilgreint er á „voucher/eVoucher“ er slík framlenging ávallt samkvæmt skilmálum bílaleigunnar og gjöld fyrir aukatímann innheimt í samræmi við viðkomandi daggjöld, sem kunna að vera hærri en verðið sem samið var um við okkur þegar bókunin var gerð. Bílaleigan kann einnig að innheimta sektargjald vegna skila of seint. Upplýsingar um viðbótargjöld er að finna í samningnum við bílaleiguna.

Bíll sóttur seint / skilað snemma
Upphaf og lok leigutíma er samkvæmt skráðum afhendingar- og skilatíma á „voucher/eVoucher“. Því miður getum við ekki veitt neinar endurgreiðslur vegna ónotaðs tíma ef bíllinn er sóttur seint eða skilað snemma. Það er nauðsynlegt að hafa samband við okkur sem fyrst ef þú getur ekki sótt bílinn á umsömdum tíma og stað. Gerir þú það ekki er ekki hægt að ábyrgjast að bíllinn verði áfram tiltækur og þú átt ekki rétt á neinni endurgreiðslu.

Leiga aðra leiðina
Staðfesta þarf leigu aðra leiðina fyrirfram og bílaleigan kann að innheimta viðkomandi gjöld. Við látum þig vita um áætlaðan kostnað þegar okkur hefur berist bókunarbeiðnin og við höfum fengið staðfestingu frá bílaleigunni um leigu aðra leiðina.

Barnabílstólar og sérbeiðnir
Barnabílstólar, toppgrindur (ekki í boði fyrir suma bíla) og aðrir „aukahlutir“ eru í boði gegn beiðni á flestum stöðum, þótt ekki sé hægt að ábyrgjast framboð þeirra. Yfirleitt innheimtir bílaleigan gjald. Á flestum stöðum eru barnabílstólar skylda samkvæmt lögum. Athugaðu að ekki er víst að öryggisbelti séu í aftursæti allra bíla. Hafðu samband við samskiptamiðstöðina okkar vegna þessara hluta. Biðja þarf um þessa hluti við bókun.

Bílar afhentir og sóttir
Sumar bílaleigur samþykkja að afhenda eða sækja bílinn við tiltekið heimilisfang. Bílaleigan kann að innheimta gjald fyrir þessa þjónustu. Við látum þig vita hvort gjald verður innheimt þegar þú staðfestir afhendingar- og skilatíma, ásamt upplýsingum um heimilisfang í bókunarbeiðninni. Athugaðu að yfirleitt afhenda bílaleigur ekki, né sækja, bíla til einkaheimila.

Aksturssvæði
Takmarkanir kunna að eiga við ef þú ferð með bílaleigubíl til annars lands/ríkis/eyju. Því þarf að láta samskiptamiðstöðina okkar vita við bókun ef þú hyggst gera það. Viðbótargagna kann að vera krafist og gjöld innheimt vegna ferðalaga til tiltekinna landa. Takmarkanir kunna einnig að eiga við fyrir afskekkt svæði, svo sem óbyggðir Ástralíu. Hafðu samband við samskiptamiðstöðina okkar.

Afbókanir, vanefndar bókanir og breytingar
Í flestum tilfellum eiga eftirfarandi afbókunarreglur við um bókunina þína. Þú skalt þó kynna þér ákvæði og skilmála bílaleigunnar ef strangari reglur skyldu eiga við.  

Afbókun á fyrirframgreiddum bókunum

 • Ef þú afbókar 48 klukkutímum eða meira áður en leiga þín hefst færðu endurgreiðslu að fullu.
 • Ef þú afbókar innan við 48 klukkustundum fyrir afhendingu færðu endurgreiðsluað frádreginni þriggja daga leigu:
  • ef þú bókaðir bílinn í minna en 3 daga þarf ekki að greiða viðbótargjald en þú færð enga endurgreiðslu.
 • Ef þú mætir ekki á samþykktum tíma og degi og/eða lætur ekki í té öll nauðsynleg gögn og/eða framvísar ekki kreditkorti á nafni aðalökumanns með nægri innistæðu fyrir tryggingagjaldi kann bílaleigufyrirtækið að neita að afhenda þér bílinn. Ef það gerist:
 • ef þú hringir í okkur frá afgreiðsluborðinu færðu endurgreiðslu að frádregnum kostnaði leigu í 3 daga
 • ef þú hringir ekki í okkur frá afgreiðsluborðinu færðu enga endurgreiðslu.

Afbókun á bókunum með greiddu tryggingagjaldi

 • Ef þú afbókar 48 klukkustundum eða meira áður en leiga þín hefst færðu endurgreiðslu að fullu, að frádregnu tryggingagjaldinu.
 • Ef þú afbókar með minna en 48 klukkustunda fyrirvara en áður en leigutíminn á að hefjast færðu endurgreitt að frádregnu tryggingagjaldinu eða kostnaði við þriggja daga leigu, hvor upphæðin sem er hærri.
 • Ef þú bókaðir bílinn í minna en 3 daga þarf ekki að greiða viðbótargjald en þú færð enga endurgreiðslu.

Vanefnd bókun
Vanefnd bókun er þegar þú:

 • Vilt afbóka en segir okkur ekki frá því áður en leigutíminn hefst, eða
 • Sækir ekki bílinn á samþykktum tíma og degi, eða
 • Lætur ekki í té þau gögn sem nauðsynleg eru til að fá bílinn afhentan, eða
 • Lætur ekki í té kreditkort með nafni aðalökumannsins sem er með nægri úttektarheimild fyrir tryggingagjaldi.

Aldrei er endurgreitt ef um vanefnda bókun er að ræða.

Bílaleigufyrirtækið áskilur sér rétt til að hafna afhendingu bíls til viðskiptavinar sem kemur ekki tímanlega með öll nauðsynleg gögn og kreditkort á nafni aðalökumanns með nægri úttektarheimild fyrir tryggingagjaldi bílsins. Í slíku tilviki á viðskiptavinurinn ekki rétt á endurgreiðslu, nema hætt hafi verið fyrirfram við leiguna.

Breytingar (bókun breytt)
Þú getur breytt bókuninni hvenær sem er áður en þú sækir bílinn.

Ef það eru minnst 48 klukkustundir í afhendingu er auðveldast að smella á „Stjórna bókun“ efst í hægra horninu.

Ef þú þarft að breyta einhverju innan 48 klukkustunda frá afhendingu skaltu frekar hringja í okkur.

Ekki er innheimt neitt umsýslugjald fyrir breytingu á bókun en breytingar kunna að hafa áhrif á leiguverðið. Stundum (en ekki oft) þurfum við að afbóka og bóka aftur til að breyta bókun og í þeim tilfellum kunnum við að innheimta afbókunargjald fyrir hönd bílaleigunnar.

Ef við breytum bókuninni
Stundum gætum við eða bílaleigan þurft að breyta bókun (eftir að hún hefur verið samþykkt). Við látum þig þá vita svo fljótt sem auðið er fyrir afhendingu og bjóðum þér fulla endurgreiðslu ef þú sættir þig ekki við breytingarnar. Í slíkum tilfellum berum við þó enga frekari bótaábyrgð vegna beins eða óbeins skaða sem þú kannt að verða fyrir vegna slíkra breytinga.

Nauðsynleg gögn
Að jafnaði er „voucher/eVoucher“ gefið út þegar full greiðsla hefur verið móttekin og bílaleigan hefur staðfest bílinn. Athugaðu að það getur tekið lengri tíma að staðfesta suma „sérbeiðnabíla“ og við látum þig vita ef sú er raunin. Ef ekki er hægt að sækja bílinn vegna ófullnægjandi gagna eða ef kreditkorti er ekki framvísað telst það vera „vanefnd bókun“ og þú átt þá ekki rétt á endurgreiðslu. Gættu þess að hafa „voucher/eVoucher“, fullgilt ökuskírteini og önnur skilríki meðferðis. Lestu hlutann „Hvað þú þarft að hafa með þér“ í textanum

Ökuskírteini
Allir ökumenn þurfa að hafa átt fullgilt ökuskírteini í minnst 1 ár (2 ár á sumum stöðum. Þetta er staðfest í bókunarferlinu). Ekki er tekið við skírteinum sem hafa runnið út eða bráðabirgðaskírteinum.

Þegar bíll er bókaður þarf að tilkynna samskiptamiðstöðinni okkar um alla refsipunkta á ökuskírteininu. Við áskiljum okkur rétt til að hafna bókun vegna þessa í samræmi við ákvæði og skilmála bílaleigufyrirtækjanna sem við störfum með.

Frá og með 8. júní 2015 þurfa allir ökumenn með ökuskírteini frá DVLA (Driver and Vehicle Licensing Authority) í Englandi, Skotlandi og Wales að lesa hlutann Skoða ökuskírteini ekki síðar en 21 degi áður en leigutíminn hefst. Frekari upplýsingar um þetta má fá með því að smella hér. Ökumenn með nýja gerð af ökuskírteini með mynd þurfa einnig að framvísa samsvarandi pappírsútgáfu skírteinisins í afgreiðslu bílaleigunnar.

Allir ökumenn þurfa að framvísa ökuskírteini þegar bíllinn er sóttur. Þeir þurfa líka ávallt að hafa ökuskírteinið í fórum sínum á leigutímanum svo yfirvöld á hverjum stað geti skoðað það.

Enginn endurgreiðsla fæst ef bílaleiga neitar að láta bíl af hendi vegna refsipunkta sem ekki hefur verið greint frá eða vegna þess að þú getur ekki framvísað ökuskírteini, samsvarandi gögnum eða nauðsynlegum upplýsingum um refsipunkta.

Athugaðu að þú gætir þurft alþjóðlegt ökuskírteini ef þú hyggst aka erlendis. Það er á ábyrgð ökumanns að ganga úr skugga um hvort þörf sé á alþjóðlegu ökuskírteini. Alþjóðlegt ökuskírteini kemur ekki í stað venjulegs ökuskírteinis. Fullgilt ökuskírteini á nafni aðalökumanns þarf til að leigja bílinn og allir ökumenn sem þurfa alþjóðlegt ökuskírteini verða að hafa bæði skilríki í fórum sínum öllum stundum. Ef þörf er á alþjóðlegu ökuskírteini færð þú ekki bílinn afhendan án þess að framvísa því og ökuskírteininu þínu.

Allir ökumenn þurfa að lesa ákvæði og skilmála bílaleigunnar sem útvegar bílinn áður en bíllinn er sóttur, þar sem frekari kröfur kunna að vera gerðar hjá tilteknum fyrirtækjum og á tilteknum stöðum.

Mikilvægar upplýsingar um gengi gjaldmiðla
Hafðu í huga að vegna gengisbreytinga getur gjaldfærð upphæð á kreditkorti verið frábrugðin verðinu sem við gáfum þegar þú samþykktir að greiða fyrir vöruna eða þjónustuna. Mismunurinn (ef einhver er) veltur á breytingum á gengi gjaldmiðla á tímanum sem líður frá bókun og þar til greiðslan kemur fram á kreditkortayfirlitinu. Ef við endurgreiðum inn á reikninginn endurgreiðum við þá upphæð sem gjaldfærð var í upphafi og berum ekki ábyrgð ef hærri eða lægri fjárhæð er endurgreidd vegna gengisbreytinga.

Farþegafjöldi og flokkar bíla
Allir bílar eru tryggðir fyrir hámarksfjölda farþega. Við erum ekki ábyrg ef bíllinn hentar ekki öllum farþegum og farangri. Viðmið um farþegafjölda fyrir mismunandi bílaflokka er að finna á vefsvæðinu Rentalcars.com. Við erum ekki ábyrg ef bílaleigan neitar að láta bíl af hendi vegna of margra farþega.

Við getum ekki ábyrgst að tiltekin tegund eða gerð bíls sé í boði. Bíllinn sem gefinn er upp á „voucher/eVoucher“ er aðeins viðmiðun og bílaleigan kann að útvega þér annars konar bíl sem telst svipaður eða betri.

Afhending bíla
Bílaleigur áskilja sér rétt til að neita að láta bíl af hendi til einstaklinga sem teljast ekki vera í ökufæru ástandi eða uppfylla ekki kröfur. Við berum ekki ábyrgð á framkvæmd ferðaáætlana, né endurgreiðslum, bótum eða nokkrum öðrum kostnaði sem þú gætir þurft að greiða í slíku tilfelli.

Kvartanir
Ef þú ert óánægð(ur) með leiguna skaltu láta okkur vita svo fljótt sem auðið er, og ekki síðar en innan þriggja mánaða frá því að bílnum er skilað, með því að hafa samband við þjónustudeildina okkar. Það er erfitt fyrir okkur að meta kröfur vegna leigunnar ef þetta er ekki gert þegar bílnum er skilað. Þótt samningssamband þitt sé við bílaleiguna þegar þú leigir bíl reynum við að greiða úr öllum vandamálum með því að hafa samband við bílaleiguna fyrir þína hönd.

Ef þú ert ekki fyllilega ánægð(ur) með meðhöndlun okkar á kvörtun þinni getur þú lagt inn formlega kvörtun til óháðs aðila sem annast lausn deilumála utan dómstóla. Þú getur þá notað vefgátt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á http://ec.europa.eu/consumers/odr/ til að senda inn kvörtunina. Með þessu ferli getur þú fundið viðeigandi aðila til að leysa deilumálið utan dómstóla. Tekið skal fram að markmið okkar er að leysa sjálf úr deilumálum og okkur ber ekki skylda til að gangast undir úrskurð slíks óháðs aðila.

Vélarbilanir/slys
Ef um bilun eða vélatengd vandamál er að ræða verður þú samstundis að hringa í bílaleiguna. Bílaleigan verður að veita heimild fyrir viðgerðum eða staðgöngubílum. Ef þú lendir í slysi þarf að hafa samband við lögregluna á staðnum og bílaleiguna. Geymdu afrit af öllum viðeigandi gögnum sem þú þarft að fylla út. Þú gætir þurft á þeim að halda ef þú þarft að gera tryggingakröfu.

Leiga þín á bíl er háð ákvæðum og skilmálum bílaleigufyrirtækisins um bílaleigu og þar að lútandi lögum þess lands og/eða landsvæðis þar sem leigan fer fram. Þú lýtur því bæði skilmálum okkar og skilmálum bílaleigunnar. Við erum ekki ábyrg eða bótaskyld vegna nokkurs tjóns, skaða, tafa eða breytinga af völdum borgarrósta, vinnudeilna, þar á meðal vinnudeilna er varða flugumferðarstjórn, hryðjuverka, náttúru- eða kjarnorkuhamfara, eldsvoða eða slæmra veðurskilyrða, óhjákvæmilegra tæknilegra vandamála í fólksflutningum, lokana eða umferðarþröngar á flugvöllum eða í ferjuhöfnum, aflýsts áætlunarflugs eða gjaldþrots flugfélaga.

Skilmálar samnings þíns við Rentalcars.com
Hvernig sem þú bókar er mikilvægt að þú skiljir hvernig og hvenær stofnað er til samnings. Tæknilegu skrefin til að stofna til samnings eru eftirfarandi. Með því að gefa upp verð í gegnum síma eða bjóða þjónustu á vefsvæði okkar bjóðum við þér að gera kauptilboð. Tilboðið hefur ekki verið gert fyrr en þú staðfestir það munnlega eða smellir á „Bóka núna“ á síðunni „Greiðsluupplýsingar“.

Þú hefur gert okkur tilboð um að kaupa þjónustuna þegar þú hefur staðfest það munnlega eða smellt á „Bóka núna“. Við samþykkjum tilboðið þegar við höfum móttekið nauðsynlega greiðslu og gefið út „voucher/eVoucher“ fyrir þig. Í þeim tilfellum þar sem við erum umboðsaðili fyrir bílaleigufyrirtæki samþykkjum við tilboð þitt fyrir hönd viðkomandi bílaleigu.

Við erum ábyrg fyrir beinu tjóni sem þú verður fyrir vegna vanefnda okkar á þessum samningi, sé tjónið fyrirsjáanleg afleiðing af vanefndum okkar. Tjón er fyrirsjáanlegt ef bæði þú og teljum það mögulegt þegar samningurinn er gerður. Við erum ekki ábyrg fyrir óbeinu tjóni sem leiðir af aðaltjóninu eða -skaðanum og sem þú og við gátum ekki séð fyrir, né berum við nokkra bótaábyrgð, án takmarkana, á hagnaðarmissi, glötuðum tækifærum, tapaðri viðskiptavild eða afleiddu tjóni, skemmdum eða kostnaði.

Hvorki við sjálf né við sem fulltrúi bílaleigufyrirtækja erum bótaskyld vegna vanefnda eða tafa á framkvæmd skyldna okkar samkvæmt bókuninni, útgefnum „voucher/eVoucher“, leigusamningi eða ákvæðum og skilmálum í tilfellum þar sem óviðráðanlegt atvik, það er atvik sem ekki er á valdi viðkomandi aðila, veldur því að ekki er unnt að inna skyldurnar af hendi eða seinkun verður á framkvæmd þeirra. Ef óviðráðanlegt atvik vara lengur en í 14 daga samfleytt kunnum við að rifta bókuninni og draga hana til baka með því að senda 14 daga fyrirvara um slíkt á heimilisfang greiðanda og endurgreiða alla fjármuni sem greiddir voru áður en óviðráðanlega atvikið átti sér stað.

Við höfum rétt til að aflýsa bókun með litlum eða engum fyrirvara við sérstakar aðstæður, til dæmis ef bílaleigufyrirtæki verður ógjaldfært. Í öllum tilvikum gerum við það sem í okkar valdi stendur til að útvega annan bíl en á háannatímum er það ef til vill ekki mögulegt. Ef viðskiptavinur hefur gengið frá fullgreiddri bókun, og við sendum honum tilkynningu minnst 48 klukkustundum fyrir afhendingu, fær viðskiptavinurinn fulla endurgreiðslu. Ef svo ólíklega vill til að viðskiptavinur með fullgreidda bókun fær tilkynningu um afbókun innan 48 klukkustunda frá afhendingu endurgreiðum við honum að fullu og greiðum auk þess önnur fyrirsjáanleg útgjöld hans vegna vanefnda okkar á samningnum. Ef viðskiptavinur hefur gengið frá bókun með tryggingagreiðslu og við sendum honum tilkynningu minnst 7 dögum fyrir afhendingu fær viðskiptavinurinn fulla endurgreiðslu. Ef við sendum viðskiptavini sem hefur gengið frá bókun með tryggingagreiðslu tilkynningu um afbókun innan 7 klukkustunda frá afhendingu endurgreiðum við honum að fullu og greiðum auk þess önnur fyrirsjáanleg útgjöld hans vegna vanefnda okkar á samningnum.

Bókanir og kaup á eða beiðni um vörur eða þjónustu
Ef þú vilt bóka eða kaupa eða biðja um vörur eða þjónustu sem greint er frá á þessu vefsvæði kunnum við (eða viðskiptafélagar okkar) að fara fram á tiltekin gögn vegna bókunarinnar eða kaupanna, þar á meðal, án takmarkana, kreditkortaupplýsingar og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar um þig. Þú gerir þér ljóst að farið verður með öll slík gögn í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu okkar. Þú samþykkir að allar upplýsingar sem þú veitir í þeim tilgangi séu nákvæmar, gildar og ítarlegar. Þú samþykkir að greiða öll gjöld sem þú eða aðrir notendur reikningsins, kreditkortsins eða greiðslumátans stofna til samkvæmt gjaldskránni eða verðinu sem var í gildi þegar stofnað var til gjaldanna. Þú berð enn fremur ábyrgð á því að greiða alla skatta vegna kaupanna.

Við gætum þurft að staðfesta innsend gögn áður en við samþykkjum bókun, kaup eða pöntun. Nema lög segi til um annað, eða slíkt sé tekið fram sérstaklega, getur verð og tiltækileiki vara eða þjónustu breyst án fyrirvara. Þú staðfestir að bókanir, kaup og þjónusta er háð frekari ákvæðum og skilmálum okkar eða bílaleigunnar sem útvegar bílinn.

Notkunarskilyrði vefsvæðis
Það er óheimilt að nota nokkur tæki eða hugbúnað til að sækja, eða reyna að sækja, beint eða óbeint, efni og/eða önnur gögn af vefsvæðinu, þar á meðal upplýsingar um verð. Einnig er óheimilt að trufla, eða reyna að trufla, eðlilega starfsemi vefsvæðisins. Við stöðvum allt athæfi sem við teljum að valdi óhóflegu álagi á kerfin okkar. Við fylgjumst stöðugt með öllum sem fara inn á vefsvæðið okkar og stöðvum og útilokum öll sjálfvirk kerfi eða einstaklinga sem framkvæma óeðlilegan fjölda leita í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar og/eða verð. Með því að nota vefsvæðið‘ samþykkir þú þessi notkunarskilyrði.

Gagnavernd
Vernd upplýsinga þinna er okkur mikilvæg. Með því að nota þetta vefsvæði samþykkir þú skilmála persónuverndaryfirlýsingar okkar.

Vafrakökur og önnur rakningartækni
Við kunnum að nota vafrakökur og aðra tækni til að greiða fyrir notkun þinni á þjónustunni á vefsvæðinu, fylgjast með notkun þinni og í tengslum við tölvupóstssamskipti. Frekari upplýsingar um þetta má finna í persónuverndaryfirlýsingu okkar.

Umsagnir viðskiptavina
Umsagnir sem gerðar hafa verið má hlaða upp á heimasíðu okkar með það eina að markmiði að upplýsa viðskiptavini á skoðun þinni á þjónustu og gæðum bílaleigunnar. Hana getur Rentalcars.com notað að hluta, eða í heild sinni, á vefsvæðum, samfélagsmiðlum, fréttabréfum, sérstökum kynningum, farsímaforritum eða öðrum leiðum sem eru í eigu, hýst eru eða stjórnað er af Rentalcars.com. Með því að senda umsögn samþykkir þú ofangreinda notkun á henni. Við áskiljum okkur rétt til að aðlaga, hafna eða fjarlægja umsagnir að eigin vild.

Umsagnir endurspegla persónulegar skoðanir viðskiptavina Rentalcars.com sem fylltu út könnunina eftir að bílaleigu lauk. Skoðanirnar endurspegla ekki endilega skoðanir Rentalcars.com.

Að því marki sem heimilt er lúta þessi ákvæði og skilmálar enskum lögum og almennri lögsögu enskra dómstóla.

Almennar upplýsingar og ákvæði og skilmálar voru rétt á útgáfudegi.

Vernd samkvæmt tilskipun um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun
Ef þú bóka frekari ferðaþjónustu vegna ferðalags eða frís frá öðrum þjónustuveitanda í gegnum tengil á staðfestingarsíðunni okkar nýtur þú EKKI réttinda varðandi pakkaferðir samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2032.

Því ber Rentalcars.com ekki ábyrgð á framkvæmd viðkomandi viðbótarferðaþjónustu. Hafa skal samband við viðkomandi þjónustuveitanda ef vandamál koma upp.

Ef þú bókar viðbótarferðaþjónustu í gegnum slíkan tengil innan við 24 klukkustundum frá bókunarstaðfestingu Rentalcars.com og viðbótarferðaþjónustan nemur minnst 25% af heildarvirði beggja bókana telst þó ferðaþjónustan vera hluti af samtengdri ferðatillögun. Í slíkum tilfellum ber Rentalcars.com, samkvæmt Evrópulögum, að endurgreiða greiðslur til Rentalcars.com vegna þjónustu sem ekki er innt af hendi sökum ógjaldfærni Rentalcars.com. Athugaðu að ekki er endurgreitt vegna ógjaldfærni viðkomandi þjónustuveitanda.

Rentalcars.com hefur keypt tryggingu fyrir ógjaldfærni af Travel & General Insurance Services Limited (t&g), skráningarnr. 02527363, skuldbundna af Hiscox Insurance Company Limited (Hiscox), skráningarnr. 00070234. t&g og Hiscox starfa samkvæmt leyfi frá og lúta eftirliti Financial Conduct Authority og Prudential Regulation Authority (nr. 113849).

Ferðamenn geta haft samband við þessa aðila eða, þar sem það á við, í bótakröfusíma eftirlitsaðila, 01702 811397 (afrit af tryggingarskírteininu má fá hjá vátryggingartaka) ef þjónustu er hafnað vegna ógjaldfærni Rentalcars.com.

Athugið: Tryggingarverndin vegna ógjaldfærni tekur ekki til samninga sem gerðir eru við aðra aðila en Rentalcars.com og sem hægt er að efna þrátt fyrir ógjaldfærni Rentalcars.com.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 eins og hún er innleidd í landslög http://www.legislation.gov.uk/ukdsi/2018/9780111168479/data.html.