Kökuyfirlýsing

Við notum nokkur vöktunarverkfæri, s.s. kökur og vefvita, á okkar „vettvöngum“: vefsíðum, öppum fyrir snjalltæki, tölvupóstum, SMS-skilaboðum og samfélagsmiðlum. Þetta er til að tryggja að vettvangar okkar virki rétt og veiti þér frábæra upplifun þegar þú bókar bílaleigubíl hjá okkur.

Þessi yfirlýsing skýrir hvað kökurnar og hin verkfærin gera. Persónuverndaryfirlýsing gefur frekari upplýsingar um hvernig við tryggjum friðhelgi þína. En ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig við notum upplýsingarnar þínar skaltu endilega senda okkur tölvupóst á [email protected]

Hvað er kaka?

Kaka er lítil textaskrá sem er sett í vafra tækisins þíns þegar þú notar vettvang. Flestir vettvangar nota kökur til að geyma gagnlega upplýsingabita í allskonar tilgangi. Þessar upplýsingar geta náð yfir innskráningarnafn þitt, hlutina í vörukörfunni eða kjörstillingar þínar (t.d. tungumál og gjaldmiðil). Þetta gerir vettvanginum kleift að þekkja tækið svo hann geti veitt þér betri, snurðulausari upplifun.

Kökur geta verið „tímabundnar kökur“ eða „varanlegar kökur“. Tímabundnum kökum er sjálfkrafa eytt þegar þú lokar vafranum í tækinu þínu; varanlegar kökur eru í vafranum þangað til þú eyðir þeim eða vafrinn eyðir þeim á grundvelli endingartíma kakanna. Varanlegar kökur gera vettvöngum kleift að muna kjörstillingar þínar þegar þú heimsækir þá aftur og það flýtir og bætir upplifunina af þjónustunni sem við bjóðum.

„Kökur fyrsta aðila“ eru kökur sem koma frá fyrirtækinu sem á vettvanginn sem þú notar. Þegar við notum hugtakið vísar það til kaka Rentalcars.com. „Kökur þriðja aðila“ eru kökur frá fyrirtæki sem tengist á einhvern hátt vettvanginum sem þú notar. Þegar við notum hugtakið vísar það til kaka frá birgjum, hlutdeildarfélögum og öðrum viðskiptafélögum okkar, þ.m.t. utanaðkomandi þjónustuaðilum og auglýsendum sem við vinnum með.

Kökur eru ekki njósnahugbúnaður eða óværubúnaður og geta ekki komið með vírusa eða keyrt forrit á tækinu þínu. Frekari upplýsingar um kökur er að finna á www.youronlinechoices.eu

Hvað er vefviti?

Vefviti er örsmá grafísk mynd, einungis einn díll að stærð, sem hægt er að senda inn í tölvuna þína sem hluti af vefsíðubeiðni, í appi, í auglýsingu eða í HTML- tölvupósti. Vefvita má nota í margskonar tilgangi — þ.m.t. skýrslum um síðuumferð, talningu á einkvæmum heimsóknum, auglýsingum, endurskoðun og sérsníðingu. Þeir hjálpa okkur að vakta síðuna okkar og að tryggja að hver síða hlaðist rétt og hratt.

Hvernig og hvers vegna notum við þessa tækni?

Við notum þessa tækni til að safna notanda- og kjörstillingaupplýsingum um þig með tímanum og á mismunandi vettvöngum. Það gera einnig viðskiptafélagar okkar, þ.m.t. utanaðkomandi þjónustuaðilar og auglýsendur sem við vinnum með.

Sumar auglýsingar gætu komið til þín frá utanaðkomandi netauglýsendum og markaðsfyrirtækjum. Þessi fyrirtæki nota ákveðna tækni til að koma auglýsinga- og markaðssetningarskilaboðum til skila. Þau nota hana líka til að safna upplýsingum sem er ekki hægt að rekja til einstaklinga um auglýsingarnar sem þau birta og um heimsóknina þína (eða notkunina) á vettvöngunum okkar. Þau gera það með því að koma fyrir köku í tölvunni þinni svo hún geti lesið IP-töluna þína. Við gerum okkar besta til að vinna með utanaðkomandi netauglýsendum og markaðsfyrirtækjum sem eru meðlimir í Network Advertising Intiative (NAI) og/eða Interactive Advertising Bureau (IAB) og sem fylgja iðnaðarstöðlum og siðareglum.

Hjá Rentalcars.com notum við ýmiskonar kökur til að gera mismunandi hluti:

Tæknikökur: Til að gefa þér notendavæna vettvanga sem virka rétt og aðlaga sig sjálfkrafa að þér, til að skapa notendaaðgang, til að skrá þig inn og sjá um bókanir þínar. Tæknikökur eru algerlega nauðsynlegar þar sem þær láta vettvang okkar virka rétt fyrir þig.

Hagnýtar kökur: Til að muna kjörstillingar sem þú setur inn þegar þú heimsækir vettvang okkar, svo sem tungumál og gjaldmiðil. Þær muna líka innskráningarupplýsingar þínar svo þú þurfir ekki að setja þær inn í hvert skipti. Þær muna líka innskráningarupplýsingar þínar svo þú þurfir ekki að setja þær inn í hvert skipti.

Greiningarkökur: Til að hjálpa okkur að bæta og besta vettvang okkar. Við (eða þriðja-aðila þjónustuaðilar okkar) geta notað þær til að safna samsöfnuðum eða niðurhlutuðum upplýsingum um gesti, þannig að við getum séð hversu virkar og viðeigandi auglýsingar okkar eru. Þessar upplýsingar geta náð yfir frá hvaða síðum eða auglýsingum þú komst til okkar af, hvaða tilvísandi síðum/útgangssíðum þú komst og fórst frá, hvaða vettvang þú notar, hvernig þú hafðir samskipti við vettvanginn okkar, hvaða leitarorð þú notaðir og hvaða tölvupósta þú opnaðir og brást við. Við notum ekki þessar upplýsingar til að bera kennsl á þig.

Markaðskökur: Til að vinna með auglýsingafyrirtækjum til að sýna sérsniðnar auglýsingar þegar þú heimsækir vettvang okkar og vettvang þriðja aðila. Þetta er kallað „endurmiðun“ og gæti verið byggð á vafravirkni þinni, s.s. hvað þú gerir á vettvangi okkar eða hvaða áfangastöðum þú leitaðir að bíl á. Viðskiptafélagar okkar gætu líka gefið okkur upplýsingar um vafrasögu þína til þess að hjálpa okkur að gefa þér viðeigandi sérsniðna upplifun þegar þú kemur á vettvang okkar.

Við notum einnig Google Analytics sem er netgreiningaþjónusta frá Google sem rekur og tilkynnir vefsíðuumferð og hjálpar okkur að bera kennsl á síður sem eru hægar, bilaðar eða virka illa. Frekari upplýsingar færðu á www.google.com/intl/uk/analytics/

Valið er þitt: Að vera með eða ekki vera með

Við gætum notað sérhverja tækni sem er nefnd í þessari yfirlýsingu

Í fyrsta skiptið sem þú heimsækir einhvern af vettvöngunum okkar biðjum við þig að „vera með“ (þ.e. samþykkja) í notkun okkar á kökum og vöktunarverkfærum. Ef þú samþykkir ekki vissar tækni- og/eða hagnýtar kökur færðu ekki fulla upplifun á eiginleikum vettvangs okkar og heildarupplifun þín verður ekki eins snurðulaus eða hröð.

Og þú getur ákveðið að vera með eða ekki vera með hvenær sem er með því að heimsækja Cookie portal.

Þú getur einnig notað vafrann þinn til að stjórna hvernig kökur eru notaðar á tækinu þínu. Athugaðu hjálparvalmynd vafrans til að sjá hvernig það er gert.

NAI- og IAB-meðlimir leyfa þér að vera ekki með í hegðunarauglýsingum ef þú svo kýst. Farðu á www.networkadvertising.org (á ensku) til að sjá NAI-meðlimi sem gætu hafa sett auglýsingakökuskrá á tölvuna þína. Til að vera ekki með í hegðunarauglýsingaprógrammi frá NAI-meðlimum skaltu haka við gátreitinn frá fyrirtækinu sem þú vilt ekki fá þær frá.

Farðu á www.youradchoices.com (á ensku) eða www.youronlinechoices.eu til að skoða friðhelgisstefnur þessara fyrirtækja, sjá tæknina sem þau nota og hvernig þú getur valið að vera ekki með í þesskonar auglýsingum. Ef þú velur að vera ekki með í netauglýsingakerfi sýnir það þér ekki lengur auglýsingar sem eru sérsniðnar að vefkjörstillingum og vöfrunarmynstrum þínum. Hinsvegar gætir þú ennþá fengið netauglýsingar og þú getur enn verið viðfangsefni markaðsrannsókna.

Við gætum breytt þessari kökuyfirlýsingu endrum og eins; komdu hingað til að sjá uppfærslur.